Útdráttur:
|
Starfsmaður félagsmiðstöðvar hverfur sporlaust þegar hann skipuleggur vorferð inn í Landmannalaugar. Heima fyrir glíma Nói og fjölskylda við reiða huldumenn og leyndarmálin sameina félaga Ríólítreglunnar. Ríólítreglan er háskalegur huldutryllir sem æðir með lesandann niður til Kólumbíu, vestur á firði, um rústir huldubyggða og í fótspor ribbaldans Torfa sterka inn Jökulgil. Þar standa hulduverur vörð um dali og fjallasali og kalla menn í björgin. Bækur Kristínar Helgu njóta mikilla vinsælda, ekki síst þær sem sækja efnivið sinn í íslenskar þjóðsögur sem hún fléttar listlega inn í spennandi samtímasögu. (Heimild: Bókatíðindi) |