#

Opin gögn og birting fjárhagsupplýsinga ríkisins

Skoða fulla færslu

Titill: Opin gögn og birting fjárhagsupplýsinga ríkisinsOpin gögn og birting fjárhagsupplýsinga ríkisins
URI: http://hdl.handle.net/10802/2675
Útgefandi: Forsætisráðuneytið; Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Útgáfa: 04.2013
ISBN: 978-9979-820-72-7
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Athugasemdir: Starfshópur um opin gögn og birtingu fjárhagsupplýsinga ríkisins, sem skipaður var 10. janúar 2013, af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lokið störfum.
Stofnað var til hópsins í ljósi örrar þróunar í stjórnsýslu undanfarin ár hvað varðar aukið aðgengi að opinberum gögnum og gagnasöfnum.
Starfshópnum var falið að tilnefna gagnasöfn, tilgreina mörk og uppfærslutíðni, velja leyfisskilmála og skilgreina með hvaða sniði og tækni væri heppilegast að gera gögn aðgengileg. Þá var hópnum falið að fjalla um möguleika á endurnotkun gagna og að kanna reynslu annarra ríkja af því að opna gögn.
Starfshópinn skipuðu Finnur Pálmi Magnússon, sérfræðingur í upplýsingatækni, formaður, Björn Sigurðsson, vefstjóri, tilnefndur af forsætisráðherra, Rebekka Rán Samper, verkefnastjóri, tilnefnd af Þjóðskrá Íslands, Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðherra, Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri, tilnefnd af innanríkisráðherra, Pétur Jónsson, sérfræðingur, tilnefndur af Fjársýslu ríkisins, Þórlaug Ágústsdóttir, sérfræðingur í upplýsingatækni, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðherra. Starfsmaður hópsins var Helgi Hjálmtýsson, vefstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
Í köflunum hér á eftir er farið yfir verkefni hópsins og tillögur hans raktar um hvernig standa má að birtingu fjárhagsupplýsinga ríksins. Starfshópurinn vonast til þess að niðurstöður hans nýtist jafnframt hverjum þeim sem áhuga hefur á að vinna að opnun opinberra gagna.
Í starfi sínu naut hópurinn aðstoðar ýmissa sérfræðinga. Þar ber helst að nefna Jón Vilberg Guðjónsson, skrifstofustjóra í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Pál Þórhallsson, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu og Tryggva Björgvinsson, tölvunarfræðing, en þeir veittu aðstoð vegna leyfisskilmála.
Við val á gagnasniði og prófanir á skjölum nutum við aðstoðar Þorsteins Yngva Guðmundssonar, Hjálmars Gíslasonar og Páls Hilmarssonar frá DataMarket.
Starfshópurinn færir þeim þakkir.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Opin_gogn_og_fjarh_rikis.pdf 201.5Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta