Titill: | Menning og ferðaþjónusta : um menningu og menningarverkefni á landsbyggðinni frá sjónarhóli hugvísindaMenning og ferðaþjónusta : um menningu og menningarverkefni á landsbyggðinni frá sjónarhóli hugvísinda |
Höfundur: | Lára Magnúsardóttir 1960 ; Sólveig Ólafsdóttir 1964 |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/2671 |
Útgefandi: | Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra |
Útgáfa: | 01.2013 |
Efnisorð: | Menningartengd ferðaþjónusta |
Tungumál: | Íslenska |
Athugasemdir: | Greinargerð samin að frumkvæði Dr.phil. Láru Magnúsardóttur sérfræðings við HÍ og
forstöðumanns Rannsóknaseturs HÍ á Norðurlandi vestra og unnin af henni og Sólveigu Ólafsdóttur MA í menningarstjórnun og framkvæmdastjóra ReykjavíkurAkademíunnar |
Útdráttur: | Greinargerð þessi skiptist í tvo hluta og ritar Lára Magnúsardóttir fyrri hlutann og Sólveig Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar hinn síðari. Báðir hlutarnir eru byggðir á virku samtali og samstarfi þeirra beggja allt árið 2012.
Fyrri hlutinn er lýsing á ástandi málaflokks án þess að höfð sé til hliðsjónar formleg greining á honum, enda er hún ekki til og biðjum við lesendur að virða okkur það til vorkunnar. Greinargerð þessari er hvorki ætlað að vera tæmandi úttekt né gagnrýni, heldur hvatning til þess að tekið verði skipulega á málaflokki sem stendur ótraustum fótum, en varðar bæði atvinnu manna, menningarlæsi og menningarlíf og benda á að í honum liggja tækifæri, meðal annars á sviði safnastafs, minjavörslu og ferðaþjónustu. Í síðari hlutanum vekur Sólveig Ólafsdóttir upp spurningar og varpar ljósi á möguleika sem skapast við það að til séu rannsóknastofnanir sem sinna undirstöðu og framgangi tiltekinna atvinnugreina. Með því að skilgreina menningararf sem þá auðlind sem menningartengd ferðaþjónusta vinnur vöru sína úr verður ljóst að margir möguleikar eru fyrir hendi um það hvaða hlutverki slíkar stofnanir og fyrirtæki geta gengt, hvort sem þau starfa á opinberum forsendum eða ekki. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
Menning_ferdathonusta_jan-2013.pdf | 737.4Kb |
Skoða/ |