#

Veikburða Hæstiréttur : verulegra úrbóta er þörf

Skoða venjulega færslu

dc.contributor.author Jón Steinar Gunnlaugsson 1947 is
dc.date.accessioned 2013-04-09T16:33:37Z
dc.date.available 2013-04-09T16:33:37Z
dc.date.issued 2013-04-12
dc.identifier.isbn 978-9935-426-64-2 is
dc.identifier.uri http://hdl.handle.net/10802/2668
dc.description [Úr inngangi]:
Ég hvet menn til þess að herða upp hugann. Íslenskir lögfræðingar eru ekki vanir því að fjallað sé opinberlega um starfsemi Hæstaréttar Íslands og það sem þar kann að fara aflaga. Það er eins og margir þeirra telji ekki við hæfi að ræða um þetta þó að þeim mislíki oft það sem fram fer. Kannski eru menn hræddir við að styggja þau sem þarna sitja.

Ekki er síður ástæða til þess að veita þessari ríkisstofnun aðhald með gagnrýni og úrbótatillögum en öðrum. Það er jafnvel ríkari ástæða til þess en í öðrum tilvikum, þar sem þeim sem þarna starfa er tryggt sérstakt starfsöryggi með ótímabundinni skipun í embætti. Þau þurfa því ekki að standa neinum reikningsskil á meðferð þess mikla valds sem þau fara með. Eina aðhaldið sem unnt er að veita felst í málefnalegri gagnrýni á starfshættina sem unnið er eftir og verkin sem unnin eru. Ég vil því nú, eftir að ég hef látið af störfum sem dómari við réttinn, gera grein fyrir því sem ég tel að helst fari aflaga í réttarkerfinu á Íslandi og þá einkum í starfi æðsta dómstólsins, Hæstaréttar.

Svo sem flestir vita er í grunninn tveggja þrepa dómskerfi á Íslandi. Á lægra dómstigi eru staðbundnir héraðsdómstólar en á hinu æðra Hæstiréttur sem tekur til landsins alls. Sá sem hér skrifar var skipaður hæstaréttardómari árið 2004 en lét af störfum 1. október 2012 og starfaði því sem dómari við réttinn í um átta ár. Áður hafði ég starfað sem málflutningsmaður við dómstóla landsins í um 30 ár, þar af sem hæstaréttarlögmaður frá árinu 1980. Á því tímabili flutti ég nokkur hundruð mál við Hæstarétt. Reynslan af þessum störfum veldur því að ég tel að verulegra úrbóta sé þörf á reglum um skipulag og starfsemi íslenskra dómstóla og þá ekki síst Hæstaréttar.
is
dc.language.iso is
dc.publisher Almenna bókafélagið is
dc.subject Lögfræði is
dc.subject Dómstólar is
dc.subject Hæstiréttur Íslands is
dc.title Veikburða Hæstiréttur : verulegra úrbóta er þörf is
dc.type Bók is


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða Lýsing
Veikburda_haestirettur.pdf 5.780Mb PDF Skoða/Opna
Veikbuda_Haestirettur.mobi 3.825Mb MOBI Skoða/Opna MOBI

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða venjulega færslu

Leita


Fletta