Titill: | Aðferðaþróun og skimun fyrir iðraveirum í matvælum og vatni - 2011Aðferðaþróun og skimun fyrir iðraveirum í matvælum og vatni - 2011 |
Höfundur: | Sveinn Haukur Magnússon 1976 ; Eyjólfur Reynisson 1977 ; Viggó Þór Marteinsson 1961 |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/2557 |
Útgefandi: | Matís |
Útgáfa: | 12.2011 |
Ritröð: | Öryggi, umhverfi og erfðir ;Skýrsla Matís ; 46-11 |
Efnisorð: | Veirur; Skeldýr; Skýrslur |
ISSN: | 1670-7192 |
Tungumál: | Íslenska |
Tegund: | Skýrsla |
Útdráttur: | Iðraveirur, einkum nóróveirur eru einar algengustu orsakir matvælasýkinga á
vesturlöndum. Þær berast með saurmenguðu vatni, matvælum og manna á milli. Markmið verkefnisins er að þróa aðferðafræði til greininga á iðraveirum í vatni og matvælum og nýta þær aðferðir til greininga á veirum í umhverfi og matvælum hérlendis. Þessi skýrsla lýsir vinnu við verkefnið árið 2011. Gerð var athugun á því hvort uppsett aðferð til greiningar á iðraveirum í drykkjarvatni væri nýtanleg til greiningar á iðraveirum í yfirborðsvatni. Gáfu þær prófanir góða raun og Í kjölfarið var skimað fyrir nóróveirum og hepatitis A veirum völdum ám og lækjum í nágrenni Reykjavíkur. Umhverfisskimanir fyrir iðraveirum hafa ekki verið framkvæmdar hérlendis fyrr að því er við þekkjum til. Niðurstöður þeirrar skimunnar sýndu að nóróveirur var að finna víða í yfirborðsvatni í nágrenni byggðar. Einnig var unnið að innleiðingu aðferða til greiningar á nóróveirum í skelfiski og tekið þátt í samanburðarprófunum á vegum CEFAS í Bretlandi í því samhengi. Sú vinna sýndi að aðferðafræðinni var nokkuð ábótavant en ekki tókst að greina veiruna í menguðum skelfiski. Sá vandi liggur að öllum líkindum í RNA einangrunarskrefi aðferðarinnar og vonir standa til að nýtt kerfi til einangrunnar á kjarnsýru úr veirum (MiniMag, Biomérieux) sem Matís hefur nýverið fest kaup á muni leysa þá vankanta. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
Matís 46-11 Veirugreiningar 2011.pdf | 305.7Kb |
Skoða/ |