Titill: | Styrkjakerfi vísindarannsókna frá kynjasjónarmiði: samantekt til undirbúnings kynjaðri fjárlagagerðStyrkjakerfi vísindarannsókna frá kynjasjónarmiði: samantekt til undirbúnings kynjaðri fjárlagagerð |
Höfundur: | Þorgerður Einarsdóttir 1957 |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/2542 |
Útgefandi: | Mennta- og menningarmálaráðuneytið |
Útgáfa: | 22.09.2011 |
Efnisorð: | Kynjaskipting; Styrkir; Rannsóknir; Fjárlagagerð; Kynjuð fjárlagagerð; Skýrslur |
Tungumál: | Íslenska |
Tegund: | Skýrsla |
Útdráttur: | Þessi samantekt er unnin fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneytið vegna fyrirhugaðs
tilraunaverkefnis í kynjaðri fjárlagagerð þar sem sjónum verður beint að Rannís og styrkjakerfi vísindarannsókna. Einfaldasta skilgreining á kynjaðri fjárlagagerð er „að beita samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða í fjárlagaferlinu“.1 Þá byggir kynjuð fjárlagagerð á sömu hugmynd og kynjasamþætting en það er „að skipuleggja, bæta, þróa og leggja mat á stefnumótunarferli þannig að sjónarhorn kynjajafnréttis sé á öllum sviðum fléttað inn í stefnumótun og ákvarðanir þeirra sem alla jafna taka þátt í stefnumótun í samfélaginu.“2 Það þýðir m.ö.o. að allt styrkjaferlið frá upphafi til enda þarf að skoða og meta frá kynjasjónarmiði. Forsenda þess að hægt sé að leggja í þá vinnu er hafa eitthvert yfirlit yfir þá þekkingu og þær kannanir sem liggja fyrir, hér á landi og erlendis. Í þessari samantekt er stiklað á stóru, hún er kynning á nokkru af því helsta sem til er á þessu sviði og er engan veginn tæmandi. Í lokin er að finna tillögur og hugmyndir sem nýst geta við skipulagningu tilraunaverkefnis um kynjaða fjárlagagerð. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
vis_kynjasjonam_fjarlagag_2011.pdf | 78.93Kb |
Skoða/ |