#

Úttekt á starfsemi Fjölbrautarskólans í Breiðholti mars-apríl 2011

Skoða fulla færslu

Titill: Úttekt á starfsemi Fjölbrautarskólans í Breiðholti mars-apríl 2011Úttekt á starfsemi Fjölbrautarskólans í Breiðholti mars-apríl 2011
Höfundur: Jón Bergsson ; Guðrún Helga Sederholm 1948
URI: http://hdl.handle.net/10802/2538
Útgefandi: Hitt og Þetta ehf.
Útgáfa: 22.05.2011
Efnisorð: Mat á skólastarfi; Fjölbrautaskólar; Framhaldsskólar
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Athugasemdir: Skýrsla unnin fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið.
Útdráttur: Mennta- og menningarmálaráðuneytið (hér eftir ráðuneytið) sendi Hitt og Þetta ehf (www.hittog.com) „Erindisbréf vegna úttektar á starfsemi Fjölbrautaskólans í Breiðholti“ (hér eftir FB eða skólinn), þann 24. febrúar 2011. (MMR11010285/6.14.3-). Þar segir meðal annars:
„Úttektin er gerð á grundvelli 42. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008 og samkvæmt þriggja ára áætlun ráðuneytisins um úttektir á framhaldsskólastigi. Markmið með úttektinni er að leggja mat á starfsemi Fjölbrautaskólans í Breiðholti með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrá og veita almennt upplýsingar um starfsemi skólans. Í úttektinni skal m.a. lögð áhersla á eftirfarandi: Stjórnun, kennslu, námsmat, námskröfur, nýtingu tíma, starfsanda, viðhorf nemenda, starfsfólks og nærsamfélags til skólastarfsins, svo og menntun kennara. Jafnframt skal lagt mat á hvernig innra mat skólans nýtist skólanum, sérstaklega með tilliti til umbótastarfs.“
Úttektin skal unnin á tímabilinu febrúar 2011 til maí sama ár, og byggja á fyrirliggjandi gögnum og viðtölum við skólameistara, aðra stjórnendur og fulltrúa kennara, annars starfsfólks, nemenda, foreldra og skólanefndar. Úttektarskýrslu skal skilað til ráðuneytisins eigi síðar en 23. maí 2011, og í henni skal gerð grein fyrir helstu styrkleikum og veikleikum skólastarfins og setja fram rökstuddar og raunhæfar tillögur að aðgerðum til úrbóta. Áður en úttektarskýrslu er skilað skal gefa skólameistara og formanni skólanefndar tækifæri til að gera efnislegar athugasemdir við lokadrög skýrslunnar, en úttektaraðilar meta hvort tillit er tekið til athugasemda við lokagerð skýrslunnar.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
utt_fjolbrsk_brholti_2011.pdf 934.9Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta