Titill: | Skýrsla um málumhverfi og lestrarnám barna í tíu leikskólumSkýrsla um málumhverfi og lestrarnám barna í tíu leikskólum |
Höfundur: | Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir 1957 ; Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir 1974 |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/2533 |
Útgefandi: | Mennta- og menningarmálaráðuneytið |
Útgáfa: | 2011 |
Efnisorð: | Mat á skólastarfi; Málþroski; Leikskólar; Lestrarörvun |
Tungumál: | Íslenska |
Tegund: | Skýrsla |
Útdráttur: | Þessi skýrsla er afrakstur verkefnis sem var framkvæmt á grundvelli þriggja ára áætlunar
mennta- og menningarmálaráðuneytisins um ytra mat í leik-, grunn- og framhaldsskólum sem gildir frá 2010 til 2012 og samkvæmt 20. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008. Verkefnið fólst í því að afla upplýsinga um málumhverfi leikskólabarna á Íslandi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið sendi þann 8. mars 2011 tölvupóst til allra sveitarfélaga á landinu sem reka leikskóla. Óskað var eftir ábendingum um leikskóla þar sem unnið væri skipulega með málörvun og þróun lestrarnáms og svarfrestur gefinn til 22. mars 2011. Ábendingunum skyldi fylgja stutt lýsing á málörvunarstarfi viðkomandi leikskóla. Ráðuneytið fól skýrsluhöfundum, samkvæmt samningi frá 4. mars 2011, að velja tíu skóla af þeim leikskólum sem tilnefndir voru. Þeir skyldu kynna sér starf leikskólanna, skrifa skýrslu um áhugaverð verkefni þeirra og starf á sviði málörvunar og lestrarnáms og skila skýrslunni 16. júní 2011. Mikið og öflugt þróunarstarf fer fram í öllum leikskólunum tíu á sviði málörvunar og lestrarnáms leikskólabarna þrátt fyrir mismunandi aðstæður í skólunum. Mikill áhugi er hjá stjórnendum og starfsfólki á þessu viðfangsefni sem meðal annars endurspeglast í þeim metnaðarfullu og fjölbreyttu þróunarverkefnum sem þar eru unnin í tengslum við mál og læsi. Í flestum skólanna er markviss málörvun mjög tengd lestrarnáminu, fyrst og fremst þjálfun hljóðkerfisvitundar og eflingu orðaforða, enda benda rannsóknir til að þessi atriði hafi forspárgildi um gengi í lestrarnámi. Hins vegar mætti almenn málörvun í dagsins önn vera markvissari í sumum tilfellum. Umhverfi skóla styður misjafnlega vel við mál og læsi; í flestum leikskólunum er það mjög mál- og læsisörvandi, en í sumum er örvunin í umhverfinu fremur lítil. Aðgengi að mál- og læsisörvandi efniviði í frjálsum leik barnanna er einnig mjög misjafnt, allt frá því að vera nánast ekkert til þess að vera mjög gott. Lestrarnám barnanna er að miklu leyti tengt margvíslegum leik, en leikurinn fer í mörgum tilfellum fram í sérstaklega undirbúnum stundum sem kennarinn stýrir, en síður í frjálsum leik þar sem frumkvæði barnanna nýtur sín. Ef til vill þarf að skýra betur mikilvæg hugtök á sviði náms og kennslu í tengslum við lestrarnám í samræmi við hugmyndafræði leikskóla. Í flestum leikskólunum er mjög gott samstarf við grunnskólana sem taka við börnunum að leikskólanámi loknu. Starfsfólki leikskólanna finnst ríkja almennur áhugi í viðkomandi grunnskólum með starfið í leikskólunum og það finnur líka fyrir miklum samstarfsvilja um lestrarnám barnanna. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
malumhv_leiksk_2011.pdf | 349.1Kb |
Skoða/ |