#

Greining innviða á Norðausturlandi : Unnið vegna undirbúnings að uppbyggingu orkufreks iðnaðar í héraðinu skv. viljayfirlýsingu stjórnvalda og sveitarfélaganna á svæðinu dags. 25.maí 2011

Skoða fulla færslu

Titill: Greining innviða á Norðausturlandi : Unnið vegna undirbúnings að uppbyggingu orkufreks iðnaðar í héraðinu skv. viljayfirlýsingu stjórnvalda og sveitarfélaganna á svæðinu dags. 25.maí 2011Greining innviða á Norðausturlandi : Unnið vegna undirbúnings að uppbyggingu orkufreks iðnaðar í héraðinu skv. viljayfirlýsingu stjórnvalda og sveitarfélaganna á svæðinu dags. 25.maí 2011
Höfundur: Reinhard Reynisson 1960 ; Jóna Matthíasdóttir ; Tryggvi Finnsson 1942 ; Ari Páll Pálsson 1964
URI: http://hdl.handle.net/10802/2503
Útgefandi: Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf.
Útgáfa: 02.2012
Efnisorð: Sveitarfélög; Atvinnulíf; Orkumál; Samgöngur; Iðnaður; Stóriðja; Ríkisstjórn Íslands
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Athugasemdir: Skýrsla unnin vegna undirbúnings og uppbyggingu orkufreks iðnaðar í héraðinu skv. viljayfirlýsingu stjórnvalda og sveitarfélaganna á svæðinu dags. 25. maí 2011.
Útdráttur: Greining þessi er unnin á grundvelli ákvæða í viljayfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands, Norðurþings, Skútustaðahrepps, Þingeyjarsveitar og Tjörneshrepps dags. 25. maí 2011. Í viljayfirlýsingunni segir að verkefnisstjórnin sem skipuð er muni „…bera ábyrgð á greiningu innviða og mati á kostnaði við þá uppbyggingu.“
Jafnframt segir í viljayfirlýsingunni að verkefnisstjórnin muni „… m.a. vinna að eftirfarandi verkefnum til að undirbúa svæðið m.t.t. þeirra atvinnuuppbyggingar sem gera má ráð fyrir:
1) Greina þörf fyrir uppbyggingu og styrkingu innviða.
2) Meta þörf fyrir eflingu og styrkingu opinberrar þjónustu.
3) Huga að innri vexti atvinnulífsins á svæðinu og fjölbreytni þess.“
Til að ná fram ofangreindum markmiðum sem skilgreind eru í viljayfirlýsingunni er greinargerðinni skipt upp í tíu efniskafla með mismörgum undirköflum; skipulagsmál og landnotkun, orkumál, aðstæður til mannvirkjagerðar, umhverfisþættir, samgöngur og flutningar, vinnumarkaður, þjónusta, samkeppnistaða og að lokum skattar og ívilnanir. Hver kafli er þannig upp byggður að fyrst er ástandslýsing sem gerir grein fyrir núverandi stöðu viðkomandi þáttar. Eftir atvikum er því næst umfjöllun og ábendingar um að hverju þarf að huga við uppbygging viðkomandi þáttar til að takast á við þau verkefni sem fylgja munu stórfelldri atvinnuuppbyggingu sem byggi á nýtingu orkuauðlinda héraðsins. Í lok hvers kafla er svo listi yfir ítarefni sem snýr að efnisumfjöllun hans.
Verkefnið var unnið að tilhlutan verkefnisstjórnar sem starfar á grundvelli áður nefndrar viljayfirlýsingar skv. verksamningi við Landsvirkjun og iðnaðarráðuneytið. Fjölmargir aðilar hafa veitt verðmæta aðstoð við verkið, þ.m.t. sveitarfélögin á svæðinu, Landsvirkjun, Landsnet og Íslandsstofa – erlendar fjárfestingar og er þeim öllum þakkað þeirra framlag.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Greining-innvida-a-Nordausturlandi-skyrsla.pdf 5.067Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta