#

Mælingar á brottkasti botnfiska 2003 / Meðafli í kolmunnaveiðum 2003

Skoða fulla færslu

Titill: Mælingar á brottkasti botnfiska 2003 / Meðafli í kolmunnaveiðum 2003Mælingar á brottkasti botnfiska 2003 / Meðafli í kolmunnaveiðum 2003
Höfundur: Ólafur Karvel Pálsson 1946 ; Guðmundur Karlsson ; Guðmundur Jóhannesson ; Ari Arason 1954 ; Axel St. Axelsson ; Hrefna Gísladóttir 1966 ; Þórhallur Ottesen
URI: http://hdl.handle.net/10802/2467
Útgefandi: Hafrannsóknastofnunin
Útgáfa: 2004
Ritröð: Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit ; 103
Efnisorð: Fiskveiðar; Fiskveiðikvóti; Kolmunni; Brottkast; Íslandsmið
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Athugasemdir: Fjölrit 103 geymir tvær skýrslur: Mælingar á brottkasti botnfiska 2003 og Meðafli í kolmunnaveiðum 2003.
Útdráttur: Mælingar á brottkasti botnfiska 2003: Í þessari grein er lýst helstu niðurstöðum mælinga á brottkasti botnfiska, sem fram fóru árið 2003.

Mælingar á brottkasti beindust einkum að þorsk- og ýsuveiðum í helstu veiðarfæri, en einnig að ufsa og
gullkarfa í botnvörpuveiðum. Mælingar á öðrum tegundum voru ekki nægilega umfangsmiklar til að
meta brottkast með viðunandi hætti. Brottkast þorsks var 717 tonn eða 0.4% af lönduðum afla og er það
mun minna en árin 2001 og 2002. Brottkast ýsu var 3356 tonn eða 5.8% af lönduðum afla og er það
talsverð aukning frá árinu 2002. Brottkast ufsa og gullkarfa virðist vera lítið eða 0.2% og 0.6%.

Brottkast þorsks var því með allra minnsta móti árið 2003, en brottkast ýsu hefur aukist undanfarin ár. Meðafli í kolmunnaveiðum 2003: Mælingar voru gerðar á meðafla í kolmunnaveiðum Íslendinga í maí til nóvember 2003. Samtals var 450 sýnum safnað úr 42 veiðiferðum (9.4% allra veiðiferða). Magn meðaflategund var ákvarðað og fiskarnir lengdarmældir. Meðafli fannst í minnihluta sýna, en er háður víðum öryggismörkum. Ufsi og gulllax voru algengustu meðaflategundir og fundust í 21.1% og 19.1% sýna, og uppreiknað magn þeirra í heildarafla var 1.605 og 1.188 tonn. Hrognkelsi, þorskur, gullkarfi og djúpkarfi fundust í 2.2 - 5.6% sýna, samtals 30-156 tonn í heildarafla af hverri tegund. Fimm aðrar fisktegundir fundust í minna en 1% sýna og heildarmagn þeirra var 6 tonn og minna af hverri tegund. Auk þess fundust smokkfiskar í 1.8% sýna, samtals 31 tonn í heildarafla. Í heild nam meðafli 3180 tonnum eða 0.64% af heildarafla kolmunnaflotans. Útbreiðsla meðaflategunda bendir til þess að ufsi og gulllax veiðist aðallega á færeysku hafsvæði, en þorskur og hrognkelsi á Íslandsmiðum. Lengdardreifingar sýna að meðafli er að mestu fiskur úr veiðistofni viðkomandi tegunda. Neikvæð áhrif meðafla á viðkomandi fiskstofna eru líklegust varðandi stofna ufsa og hrognkelsis.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
fjolrit103.pdf 1.025Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta