#

Austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs: Tillaga að verndaráætlun

Skoða fulla færslu

Titill: Austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs: Tillaga að verndaráætlunAustursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs: Tillaga að verndaráætlun
Höfundur: Guðrún Á. Jónsdóttir 1954 ; Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir 1966
URI: http://hdl.handle.net/10802/2465
Útgefandi: Náttúrustofa Austurlands
Útgáfa: 02.2010
Ritröð: NA ; 100098
Efnisorð: Vatnajökull; Þjóðgarðar; Umhverfisvernd
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Athugasemdir: Unnið fyrir svæðisráð austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.
Útdráttur: Í þessari skýrslu er gerð tillaga að verndaráætlun á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs sem nær
frá Jökulsá á Fjöllum austur að Lónsöræfum. Svæðinu er skipt upp í frá vestri til austurs í;
Kverkfjallarana, Krepputungu, Brúaröræfi (-dali) og Snæfellsöræfi sem ná yfir Vesturöræfi
og Eyjabakka.
Gerðar eru tillögur um markmið og aðgerðir til verndunar, nýtingar og uppbyggingar á
flestum sviðum er snerta starfsemi þjóðrarðs. Gerð er grein fyrir lagalegum ramma
þjóðgarðsins, verndarviðmiðum og stjórnsýslu. Mat er lagt á verndargildi náttúru einstakra
svæða og gerð grein fyrir helstu menningarminjum og verndargildi þeirra. Fjallað er um svæði
sem þarfnast sérstakrar verndar, víðerni, svæði sem þarfnast aðgerða og gerðar tillögur um
markmið og leiðir til verndunar og nýtingar þessara svæða. Fjallað er um vegakerfi, göngu- og
reiðleiðir og gerðar tillögur um hvaða leiðum eigi að viðhalda og í hvað ástandi þær þurfa að
vera. Gerðar eru tillögur um þjónustu og uppbyggingarsvæði og hvaða aðstaða og þjónusta
skuli vera fyrir hendi á hverju svæði. Fjallað er um mikilvægi fræðslu, hvar eigi veita fræðslu
og hvernig. Fjallað er um búfjárbeit, veiðar og aðrar nytjar í þjóðgarðslandinu og gerðar
tillögur um nýtingu og stjórnun. Fjallað er um ferðamennsku í þjóðgarði og uppbyggingu
atvinulífs í tengslum við hana. Fjallað er um mikilvægi frekari rannsókna og bent á mörg svið
þar sem upplýsingar eru ófullnægjandi til að mat á stöðu og tillögur um verndun geti talist
byggja á nægilega traustum grunni. Fjallað er um mikilvægi þess að þjóðgarðurinn rækti samstarf við innlenda og erlenda fagaðila og við samfélögin í kringum sig.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
NA-100098-Vernd ... skyrslan med vidaukum.pdf 9.228Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta