Útdráttur:
|
Hávarðar saga Ísfirðings er skemmtileg og spennandi. Hún er ein af yngstu Íslendingasögunum, rituð snemma á 14. öld að því er talið er, en á sér þó dýpri rætur því að greint er frá persónum hennar í Landnámu. Sagan lýsir átökum milli höfðingja við Ísafjarðardjúp. Annars vegar eru góðmenni, hins vegar rakin illmenni. Ungur og saklaus maður er drepinn í fyrri hluta sögunnar, en í seinni hlutanum er greint frá því hvernig foreldrar unga mannsins vinna úr sorg sinni. Höfundurinn býr yfir sálrænu innsæi og lýsir t.d. því hvernig andlegir örðugleikar birtast sem líkamlegur sjúkleiki. Sagan er sterk í byggingu og kímni blandin. Afar skopleg persóna, Atli í Otradal, birtist okkur í seinni hluta sögunnar. Og nóg er um ýkjur og yfirnáttúrleg fyrirbæri. Enginn verður fyrir vonbrigðum með þessa sögu! |