dc.description.abstract |
Færeyinga saga er afar athyglisverð og reyndar bráðskemmtileg þó undirtónninn sé harmrænn á köflum. Menn hafa gjarnan flokkað þessa sögu með Íslendingasögum þótt atburðir hennar tengist ekki Íslandi eða Íslendingum; en líkt og Íslendingasögurnar er þar fjallað um bændur og bændahöfðingja (en ekki þjóðhöfðingja líkt og t.d. í Orkneyinga sögu). Sögusviðið er Færeyjar á 10. öld. En um ritunartíma er það að segja að fræðimenn greinir nokkuð á um hann; hefð er fyrir því að telja frumgerð Færeyinga sögu gamla, nánar tiltekið frá því fyrir 1220 en síðan hafa komið fram hugmyndir um að hún sé ekki skráð fyrr en seint á 13. öld. Þrándur í Götu er áberandi persóna í sögunni, slóttugur í meira lagi og hugsar mest um eigin hag (sbr. orðtakið að vera einhverjum þrándur í götu), og minnir hann jafnvel á hinn viðsjála Óðin. En Þrándur í Götu er andvígur höfðingjum Noregs sem ásælast eyjarnar, og fær hann hugsanlega nokkra samúð lesandans … |
is |