Útdráttur:
|
Skáldsagan Gengnar götur er byggð á sönnum atburðum hérlendis rétt fyrir aldamótin 1700. Hún fjallar um örlög ungs vinnupilts að vestan, sem óvitandi flækist inn í mál arnfirsks bónda, sem boðið hefur valdinu birginn, jafnt því veraldarlega sem því kirkjulega, og hlotið óbágt fyrir og sem síðan kostaði hann lífið. Afleiðing þessa varð sú, að pilturinn lenti sjálfur í óblíðum höndum réttvísinnar. Höfundur er almennur læknir og lífeyrisþegi. Hann fæddist í Viðey og ólst upp í Þingholtunum, einn af tíu börnum í verkamannsfjölskyldu. Hann ákvað ungur að ganga menntaveginn, nam fyrst í Ingimarsskólanum, síðan í MR. Lauk embættisprófi í læknisfræði vorið 1954. Var lengst af héraðs- og heilsugæslulæknir á ýmsum stöðum, síðast í Hveragerði. |