dc.description.abstract |
Í skýrslunni er fjallað um raforkunotkun fram til ársins 2050. Hún er unnin á vegum Orkuspárnefndar og er endurreikningur á spá frá 2010 út frá nýjum gögnum og breyttum forsendum. Spáin er byggð á forsendum um mannfjölda, fjölda heimila, landsframleiðslu og framleiðslu einstakra atvinnugreina. Almennri raforkunotkun er skipt niður í sex flokka auk dreifi- og flutningstapa. Notkunin er þar að auki skipt eftir því frá hvaða kerfishluta notkunin er afhent, þ.e. beint frá virkjun, frá flutningskerfinu eða frá dreifikerfum. Fyrir stóriðju er miðað við samninga sem þegar hafa verið gerðir. Samkvæmt endurreikningum mun almenn notkun forgangsorku aukast um 7% fram til 2015 og um 94% alls til 2050. Aukning notkunar er að meðaltali 1,7% á ári. Áætluð forgangsorka hefur dregist saman um 27 GWh fram til ársins 2035 en aftur á móti eykst um 91 GWh fram til ársins 2050 við þennan endurreikning frá spánni frá 2010. |
is |