#

Rannsóknir og þróun: tölfræði 2005: útgáfa Rannís 2007

Skoða fulla færslu

Titill: Rannsóknir og þróun: tölfræði 2005: útgáfa Rannís 2007Rannsóknir og þróun: tölfræði 2005: útgáfa Rannís 2007
URI: http://hdl.handle.net/10802/2204
Útgefandi: Rannsóknamiðstöð Íslands - Rannís
Útgáfa: 2007
Efnisorð: Ísland; Rannsóknir; Vísindi; Rannís; Tölfræði
ISBN: 9979-887-885
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Athugasemdir: RANNÍS gefur nú út í þriðja sinn hefti sem hefur að geyma samantekt um tölfræði rannsókna og þróunar. Fyrri útgáfur má sækja á rafrænu formi á heimasíðu Rannís; http://www.rannis.is/. Upplýsingum um rannsóknir og þróun á Íslandi hefur verið safnað allt frá 1950. Frá árinu 1971 hefur verið stuðst við handbók OECD um tölfræði rannsókna og þróunar og má segja að reglubundin gagnasöfnun hafi hafist um sama leyti. RANNÍS safnar gögnum um umfang og viðgang rannsókna og þróunar annað hvert ár í svokallaðri Rannsóknarvog. Markmiðið er að afla reglulega gagna um rannsóknir, þróun, nýsköpun og skylda þætti sem geta gefið yfirlit yfir þróun
málaflokksins hér á landi og samanburð við önnur lönd. Auk samstarfs við OECD er Rannsóknarvogin unnin í samvinnu við Eurostat og systurstofnanir á Norðurlöndunum. Með henni er aflað upplýsinga um rannsóknir og þróun hjá fyrirtækjum, opinberum stofnunum, æðri menntastofnunum og sjálfseignarstofnunum. Hliðstæð tölfræði, svo sem um menntun og þekkingarstarfsemi innan atvinnulífsins, er fengin frá öðrum innlendum aðilum, einkum Hagstofu Íslands og Seðlabanka Íslands.

Upplýsingum um starfsemi ársins 2005 var safnað hjá um 1.200 fyrirtækjum. Tekið var lagskipt úrtak úr fyrirtækjum á skrá hjá Hagstofu Íslands sem hafa fjóra starfsmenn eða fleiri. Auk þess var aflað gagna hjá öllum stofnunum sem taldar eru stunda rannsóknir og þróun.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Vogin - Útgáfa 2007_1481060027.pdf 658.8Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta