Útdráttur:
|
Í skýrslunni er gerð grein fyrir niðurstöðum viðnámsmælinga á Kröflusvæðinu árið 1999 og samtúlkun þeirra og eldri viðnámsmælinga á svæðinu. Verkið er unnið fyrir Landsvirkjun og er liður í könnun á umfangi jarðhitans við Kröflu. Gefin er heildarmynd af viðnámsskipan í efsta kílómetra jarðskorpunnar innan Kröfluöskjunnar og allra næsta nágrennis. Niðurstöður mælinganna benda til að á Kröflusvæðinu séu fjögur, að einhverju leyti aðskilin, meginviðnámsfrávik - lágt viðnám með hærra fyrir neðan - tengd jarðhitavirkni. Líklegt er að viðnámsfrávikin endurspegli að einhverju leyti sjálfstæð uppstreymissvæði með eigin varmagjöfum, og er gerð grein fyrir sérkennum hvers svæðis. Nokkuð kemur á óvart að mælingarnar sýna ekki viðnámsfrávik sem benda til virks jarðhita um og suðvestur af Hvannstóði, en þar gæti verið um að ræða gamalt jarðhitakerfi. Einnig kom á óvart að undir Hágöngum kom fram afgerandi, víðáttumikið viðnámsfrávik, sem gefur til kynna virkt háhitakerfi, en þar sjást engin jarðhitaummerki á yfirborði |