#

Siðfræði í bókmenntakennslu

Skoða fulla færslu

Titill: Siðfræði í bókmenntakennsluSiðfræði í bókmenntakennslu
Höfundur: Þóra Björg Sigurðardóttir 1978
URI: http://hdl.handle.net/10802/19569
Útgáfa: 2018
Efnisorð: Ritrýndar greinar; Bókmenntakennsla; Unglingastig grunnskóla; Siðferði; Uppeldi; Dyggðir
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://netla.hi.is/serrit/2018/bokmenntir_listir_menntun/11.pdf
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991011538149706886
Birtist í: Bókmenntir, listir og grunnþættir menntunar : 2018
Athugasemdir: Rafræn útgáfa eingöngu
Útdráttur: Rannsóknin sem hér segir frá er hluti af stærra rannsóknarverkefni um siðfræði í bókmenntakennslu. Í þessari grein er sjónum beint að reynslu íslenskukennara af því að kenna unglingum í 9. og 10. bekk í grunnskóla Íslendingasöguna Laxdælu með sérstakri áherslu á siðferðileg hugtök og siðferðilegar pælingar tengdar sögunni. Leitað er svara við tveimur spurningum sem eru: i. Hvernig þykir kennurum það fara saman að kenna um siðferði og að kenna bókmenntir eins og Laxdæla sögu? ii. Hvaða tilgang sjá kennarar með því að kenna Laxdæla sögu? Spurningunum er svarað með vísun í viðtalsrannsókn og tilraunakennslu sem fór fram í þremur grunnskólum. Gagnasöfnun fólst í 10 viðtölum við fimm kennara og vettvangsathugunum í kennslustundum hjá þeim sem varpa frekara ljósi á viðhorf kennaranna. Kennurunum til halds og trausts var útbúið verkefnahefti þar sem sérstök áhersla var lögð á hið siðferðilega sjónarhorn og dygðir og lesti sögupersónanna í Laxdælu. Í viðtölum við kennarana kom fram hvernig þeir settu siðfræðiverkefnið í samhengi við hugmyndir sínar um tilgang þess að kenna bókmenntir eins og Laxdæla sögu. Í stórum dráttum má segja að svarið við seinni spurningunni sé að kennarar fari upp fjögur þrep til þess að tengja nemendur sögunni, sem miða öll að því að njóta bókmenntanna. Í raun birtist þarna viðhorf í þá veru að bókmenntir eigi að vera bæði mannbætandi og þroskandi á listrænan hátt og þær hafi gildi í sjálfu sér. Samkvæmt kennurunum hjálpaði tengingin við siðfræði og það að skoða persónur og gjörðir út frá sjónarhorni dygðanna nemendum við að setja sig í spor persónanna og það dýpkaði fyrir þeim söguna...


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða Lýsing
11.pdf 304.1Kb PDF Skoða/Opna Heildartexti

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta