#

Mælingaeftirlit 2001 á Nesjavöllum, Kolviðarhóli og Ölkelduhálsi

Skoða fulla færslu

Titill: Mælingaeftirlit 2001 á Nesjavöllum, Kolviðarhóli og ÖlkelduhálsiMælingaeftirlit 2001 á Nesjavöllum, Kolviðarhóli og Ölkelduhálsi
Höfundur: Sigvaldi Thordarson 1964 ; Benedikt Steingrímsson 1947 ; Orkustofnun. Rannsóknasvið. ; Orkuveita Reykjavíkur
URI: http://hdl.handle.net/10802/19361
Útgefandi: Orkustofnun
Útgáfa: 2002
Ritröð: OS ;
Efnisorð: Háhitasvæði; Jarðhitakerfi; Eftirlit; Varmi; Nesjavellir; Kolviðarhóll; Ölkelduháls; NJ-15 (borhola); NJ-18 (borhola); KhG-1 (borhola); ÖJ-1 (borhola)
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.os.is/gogn/Skyrslur/OS-2002/OS-2002-003.pdf
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991010386289706886
Athugasemdir: Unnið af Rannsóknasviði Orkustofnunar fyrir Orkuveitu Reykjavíkur
Útdráttur: Gerð er grein fyrir mælingum til eftirlits á hita og þrýstingi í borholum Orkuveitu Reykjavíkur á Nesjavöllum, Kolviðarhóli og Ölkelduhálsi árið 2001. Skýrslan er framhald af ýtarlegri eftirlitsskýrslu sem út kom 2001 og náði yfir árin 1997-2000. Mælingarnar nú voru gerðar með svipuðum hætti og áður, en á Nesjavöllum voru einungis mældar holur NJ-15 og NJ-18, þar sem aðrar holur voru ekki aðgengilegar. NJ-holurnar voru mældar í júní en KhG-1 og ÖJ-1 í október. Í heild hafa engar verulegar breytingar orðið í hita og þrýstingi þeirra fjögurra holna sem mældar voru 2001. Hiti hefur hækkað í efri hluta NJ-15 og 18 frá því fyrir nokkrum árum en þó lítið á allra síðustu árum. Um 4-6 bar þrýstiniðurdráttur hefur orðið í NJ-mæliholunum frá upphafi en lækkunin hefur verið innan skekkjumarka síðustu árin. Vatnsborð hefur lækkað í þeim eins og eðlilegt er á vinnslusvæði sem nemur -5 m á ári. Mjög litlar hita-og þrýstingsbreytingar hafa orðið í KhG-1 og ÖJ-1 á síðustu árum.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða Lýsing
OS-2002-003.pdf 1.379Mb PDF Skoða/Opna Heildartexti

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta