#

Niðurstöður aurburðarmælinga við Sóleyjarhöfða í Þjórsá árið 2004

Skoða fulla færslu

Titill: Niðurstöður aurburðarmælinga við Sóleyjarhöfða í Þjórsá árið 2004Niðurstöður aurburðarmælinga við Sóleyjarhöfða í Þjórsá árið 2004
Höfundur: Jórunn Harðardóttir 1968 ; Svava Björk Þorláksdóttir 1975 ; Orkustofnun. Vatnamælingar. ; Landsvirkjun
URI: http://hdl.handle.net/10802/19301
Útgefandi: Orkustofnun
Útgáfa: 2004
Ritröð: OS ;
Efnisorð: Svifaur; Skriðaur; Kornastærðargreining; Kornastærð; Eyvafen; Sóleyjarhöfði; Norðlingaalda; Þjórsá; Vhm 803 (vatnshæðarmælir); Vhm 804 (vatnshæðarmælir); Vhm 100 (vatnshæðarmælir)
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.os.is/gogn/Skyrslur/OS-2004/OS-2004-021.pdf
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991010382499706886
Athugasemdir: Unnið af Vatnamælingum Orkustofnunar fyrir LandsvirkjunMyndefni: myndir, töflur, línurit.
Útdráttur: Í skýrslunni er fjallað um niðurstöður ljósgleypnimælinga og mælinga á svif- og skriðaurssýnum sem tekin voru hjá Sóleyjarhöfða við Þjórsá sumarið 2004. Fimm svifaurssýnapör voru tekin, annars vegar svokölluð S1 sýni sem tekin voru þvert yfir farveginn og hins vegar S2 sýni sem tekin voru við ljósgleypnimælinn. Stærstur hluti S1 sýnanna var méla (0,002-0,02 mm) og grófmór (0,02-0,06 mm) en í S2 sýnum var méla og leir (<0,002 mm) algengustu kornastærðirnar. Heildarstyrkur og styrkur einstakra kornastærða var mun hærri í S1 sýnum en S2 sýnum, sem tekin voru nálægt bakka þar sem straumur er mun minni, en í báðum sýnategundum eykst styrkur flestra flokka með rennsli. Heildarframburður skriðaurs var frá 16,8 til 29,8 kg/s og eins og árið 2003 virðist hann fekar vera tengdur framboði aurs en rennsli. Hlutfall skriðaurs af heildaraurframburði var frá 9 til 28%.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða Lýsing
OS-2004-021.pdf 18.29Mb PDF Skoða/Opna Heildartexti

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta