Titill: | Lífalkóhól- og gýkólverksmiðja við Helguvíkurhöfn, Reykjanesbæ: mat á umhverfisáhrifum: tillaga að matsáætlunLífalkóhól- og gýkólverksmiðja við Helguvíkurhöfn, Reykjanesbæ: mat á umhverfisáhrifum: tillaga að matsáætlun |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/1894 |
Útgefandi: | Atlantic Green Chemicals |
Útgáfa: | 05.2011 |
Efnisorð: | Umhverfismat; Umhverfismál; Umhverfisáhrif; Efnaiðnaður; Helguvík |
Tungumál: | Íslenska |
Athugasemdir: | AGC ehf.(Atlantic Green Chemicals) ásamt nokkrum erlendum samstarfsaðilum
áformar reisingu verksmiðju til framleiðslu umhverfisvænna og grænna efnavara úr endurnýjanlegum hráefnum frá landbúnaði. Hráefnin sem notuð verða eiga uppruna sinn í lífdísiliðnaði(glýseról) en hér verður þeim umbreytt í sérstöku einkaleyfisvernduðu vinnsluferli. Helstu afurðir verksmiðjunnar verða m.a. lífalkóhól(blanda nokkurra alkóhóla) en þó aðallega glýkól, frostlögur og skyld efni. Hráefni verða flutt inn í tankskipum og helstu afurðir, sem eru fljótandi, að mestu leyti einnig. Greinargerð þessi lýsir helstu þáttum og meginatriðum fyrirhugaðrar framkvæmdar og rekstrar. Framleiðsluaðferin sem notuð verður byggir á samtvinnun nokkurra aðskildra framleiðslueininga, t.a.m vetnisframleiðslu, efnaumbreytingu í lokuðum hvarfakútum, upphitun, uppgufun, eimingu, geymslu hrávöru og afurða í geymum og fl.. Framkvæmdin telst því falla undir skilgreiningar í lið 7.i. í fyrsta viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum(efnaverksmiðja sem framleiðir lífræn hráefni(afurðir)). Greinargerð þessi lýsir framkvæmd við byggingu verksmiðju og skýrir að auki vinnslu- og framleiðsluferli áformaðs verkefnis. Áformað er að fyrsti áfangi verksmiðjunnar skili um 100 tonnum af afurðum á dag(30.000 tonnum á ári) en eftir stækkun í endanlega stærð, í tveimur viðbótaráföngum, um fjórum sinnum meira magni eða um 400 tonnum á dag(120.000 á ári). Áformuð staðsetning verksmiðjunnar er við Helguvíkurhöfn(mynd 3.2), á deiliskipulögðu iðnaðarsvæði og lóð sem Reykjanesbær hefur veitt vilyrði fyrir vegna fyrirhugaðrar starfsemi. Gert er ráð fyrir að nýta afgangsvarma frá Íslenska kísilfélaginu hf(ISC) til þess að knýja ýmis varmafræðileg verkefni eins og upphitun, uppgufun og eimingu. Þessi varmi er aukaafurð og kemur því í stað brennslu jarðefnaeldsneytis (olíu, gass) sem annars þyrfti að eiga sér stað ef verksmiðjan yrði staðsett erlendis. Auk gufunnar notar verksmiðjan vetni sem meiningin er að framleiða með rafgreiningu. Samkvæmt lögum nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum fellur framleiðslan undir 1. viðauka laganna, lið 7 i.(efnaverksmiðja sem framleiðir lífræn hráefni(afurðir). Framkvæmdaraðili verkefnisins er AGC ehf. Um verður að ræða byggingu starfsmannaaðstöðu, iðnaðarskála, afurðageyma, stálvirkja og turna, á þegar skipulögðu iðnaðarsvæði við Helguvík, Reykjanesbæ. Sveitarfélagið hefur unnið deiliskipulag fyrir svæðið. Um er að ræða nýjan rekstur sem ekki hefur verið starfræktur á Íslandi áður. Starfsemin felur hvorki í sér losun á koldíoxíði1 né á öðrum gróðurhúsalofttegundum. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
22_Tillaga að matsáætlun AGC.pdf | 2.038Mb |
Skoða/ |