#

Að tilheyra, taka þátt og læra í leikskóla margbreytileikans : evrópuverkefni um menntun ungra barna án aðgreiningar

Skoða fulla færslu

Titill: Að tilheyra, taka þátt og læra í leikskóla margbreytileikans : evrópuverkefni um menntun ungra barna án aðgreiningarAð tilheyra, taka þátt og læra í leikskóla margbreytileikans : evrópuverkefni um menntun ungra barna án aðgreiningar
Höfundur: Anna Magnea Hreinsdóttir 1958 ; Hanna Ragnarsdóttir 1960
URI: http://hdl.handle.net/10802/18628
Útgáfa: 2019
Efnisorð: Ritrýndar greinar; Leikskólar; Leikskólastarf; Skóli án aðgreiningar; Nemendur með sérþarfir
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: https://doi.org/10.24270/netla.2019.7
Tegund: Tímaritsgrein
Gegnir ID: 991011389059706886
Birtist í: Netla 2019
Athugasemdir: Rafræn útgáfa eingöngu
Útdráttur: Gæði menntunar ungra barna eru ofarlega á baugi hjá stefnumótendum og hafa nýverið orðið forgangsmál hjá mörgum alþjóðlegum og evrópskum stofnunum. Vísbendingar eru um að almennt hafi ekki tekist að þróa áherslur í skólastarfi á Íslandi sem henta margbreytilegum barnahópi og að of mikil áhersla hafi verið lögð á greiningar sem forsendu fyrir stuðningi við börn með sérþarfir. Í þessu verkefni var miðað að því að koma auga á, greina og stuðla að gæðamenntun ungra barna án aðgreiningar. Lykilspurningin sem leitað var svara við var: Hver eru aðaleinkenni námsumhverfis ungra barna í leikskóla margbreytileikans? Byggir verkefnið á hugtakinu skóli margbreytileikans sem vísar til margbreytileika menningar, kynhegðunar, tungu og trúar og beinir athyglinni að fjölbreytni nemenda og skóla í stað þess að aðgreina nám, kennslu, skóla eða nemendur. Verkefnið var unnið á vegum Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir á árunum 2015 til 2017. Þátttakendur voru 62 sérfræðingar frá 28 Evrópulöndum sem hittust reglulega, söfnuðu gögnum, greindu þau og heimsóttu valda leikskóla í átta Evrópulöndum. Niðurstöður verkefnisins gefa vísbendingar um hvernig þróa má farsælt leikskólastarf. Þar má nefna gott aðgengi að leikskóla fyrir öll börn, sérstaklega viðkvæma hópa, svo sem börn með fötlun, börn sem búa við fátækt og börn af erlendum uppruna; vel menntað starfsfólk; aðgengi að símenntun; faglega stjórnun; stuðning við hæfi fyrir stjórnendur; að fjölskyldur séu virkir samstarfsaðilar; heildstæða, sveigjanlega og barnmiðaða námskrá; reglulegt mat á námi barna og leikskólastarfi; og opinbera fjármögnun til að tryggja gott aðgengi allra barna að leikskólanum...


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða Lýsing
2953-4490-1-PB.pdf 481.3Kb PDF Skoða/Opna Heildartexti

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta