#

Teymisvinna og forysta : birtingarmynd fimm árum eftir að innleiðingarferli faglegs lærdómssamfélags lauk

Skoða fulla færslu

Titill: Teymisvinna og forysta : birtingarmynd fimm árum eftir að innleiðingarferli faglegs lærdómssamfélags laukTeymisvinna og forysta : birtingarmynd fimm árum eftir að innleiðingarferli faglegs lærdómssamfélags lauk
Höfundur: Birna María Svanbjörnsdóttir 1964
URI: http://hdl.handle.net/10802/18613
Útgáfa: 2019
Efnisorð: Ritrýndar greinar; Skólastjórnun; Teymisvinna; Forysta; Rannsóknir; Skólastarf
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://netla.hi.is/greinar/2019/ryn/03.pdf
Tegund: Tímaritsgrein
Gegnir ID: 991011376289706886
Birtist í: Netla 2019
Athugasemdir: Rafræn útgáfa eingöngu
Útdráttur: Frá ágúst 2009 til desember 2012 átti sér stað vinna við innleiðingu og þróun faglegs lærdómssamfélags í nýjum grunnskóla í þéttbýli. Samhliða var gerð starfendarannsókn í skólanum, í samstarfi ytri aðila og skólastjórnenda. Þar var rannsakað hvaða þýðingu forysta stjórnenda hafði fyrir þróun starfshátta í nýjum skóla og hvað studdi hana. Stuðst var við ígrundun stjórnenda, vettvangsathuganir, viðtöl og mat ásamt rýni í fyrirliggjandi gögn í skólanum. Í lok rannsóknartímabilsins sýndu niðurstöður að teymisvinna var einkennandi fyrir skólastarfið og kennarar í teymum tóku forystu á ýmsan hátt með stjórnendum. Mörg teymi mátti skilgreina sem lærdómsteymi. Starfið var ekki átakalaust en stjórnendur sinntu forystuhlutverki sínu með seiglu, eftirfylgni og lausnaleit að vopni. Fimm árum síðar, skólaárið 2017–2018, var gerð eftirfylgnirannsókn í skólanum þar sem tekin voru rýnihópaviðtöl við teymi og lagt fyrir matstæki um lærdómssamfélag. Leitað var svara við rannsóknarspurningunum: Hvað einkennir teymisvinnu og forystu stjórnenda og kennara/teyma í skólanum fimm árum eftir að innleiðingarferli lærdómssamfélags lauk árið 2012? Hverjar eru helstu áskoranirnar? Frá því að fyrri rannsókn lauk hefur nemendum skólans fjölgað og miklar breytingar hafa orðið í starfsmannahópnum, ekki síst stjórnendateyminu. Enn er teymisvinna við lýði í skólanum og innri umgjörð skólans styður við samkennslu árganga, samstarf og leiðsögn. Skilgreining og stigskipting teyma sem stuðst var við í upphafi er þó ekki öllum kunn, vinnubrögð í teymum eru ekki samræmd og kennarar í teymum sinna forystu lítið. Sterkar vísbendingar eru um að teymi séu einangruð og að skólastjórnendur fylgist minna með kennslu og námi í kennslustundum en áður. Hér verður greint frá helstu niðurstöðum eftirfylgnirannsóknarinnar...


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða Lýsing
03.pdf 384.3Kb PDF Skoða/Opna Heildartexti

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta