#

Börn sem eru sein til máls : áhrif þjálfunar á orðaforða barns á þriðja ári

Skoða fulla færslu

Titill: Börn sem eru sein til máls : áhrif þjálfunar á orðaforða barns á þriðja áriBörn sem eru sein til máls : áhrif þjálfunar á orðaforða barns á þriðja ári
Höfundur: Marta Eydal 1985 ; Jóhanna Thelma Einarsdóttir 1958 ; Þorlákur Karlsson 1954 ; Þóra Sæunn Úlfsdóttir 1958
URI: http://hdl.handle.net/10802/18552
Útgáfa: 2019
Efnisorð: Ritrýndar greinar; Málþroski; Orðaforði; Snemmtæk íhlutun; Málþroskaröskun
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://netla.hi.is/greinar/2019/ryn/02.pdf
Tegund: Tímaritsgrein
Gegnir ID: 991011351969706886
Birtist í: Netla 2019
Athugasemdir: Rafræn útgáfa eingöngu
Útdráttur: Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða áhrif þjálfunar á orðaforða barns á þriðja ári, sem seint var til máls. Einn þátttakandi var í rannsókninni. Við upphaf rannsóknarinnar var hann 30 mánaða, notaði rúmlega 160 orð og var ekki farinn að tengja saman orð í setningar. Þátttakandinn var valinn af hentugleika. Þjálfunin var byggð á fyrirlögn fyrir fram ákveðinna markorða sem þjálfuð voru bæði á fjölbreyttan hátt og með ákefð. Einnig voru valin samanburðarorð sem ekki voru þjálfuð. Þjálfunin fór fram tvisvar í viku í leikskóla barnsins og voru þjálfunartímar 14 talsins. Niðurstöður leiddu í ljós að almennur orðaforði barnsins, sem mældur var með staðlaða málþroskaprófinu Orðaskil, jókst yfir þjálfunartímabilið umfram það sem vænta mátti vegna almenns þroska. Mælingar sýndu að barnið notaði markorðin meira en samanburðarorðin, bæði heima og í þjálfunartímum, og að notkun á orðunum jókst eftir því sem leið á þjálfunina. Sú aukning sem varð á orðaforða barnsins hélst mánuði eftir að íhlutun lauk. Mikilvægt er að bera kennsl á seinkun í málþroska eins snemma og kostur er. Þegar búið er að bera kennsl á barn sem seint er til máls þarf í framhaldi að veita því viðeigandi örvun eða íhlutun, en þessi rannsókn bendir til að slík þjálfun geti haft góð áhrif. Sambærileg rannsókn hefur ekki verið gerð áður á Íslandi.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða Lýsing
02.pdf 363.8Kb PDF Skoða/Opna Heildartexti

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta