#

Hvað á leiðbeinandi að gera fyrir nemanda sem vinnur að doktorsritgerð?

Skoða fulla færslu

Titill: Hvað á leiðbeinandi að gera fyrir nemanda sem vinnur að doktorsritgerð?Hvað á leiðbeinandi að gera fyrir nemanda sem vinnur að doktorsritgerð?
Höfundur: Atli Harðarson 1960
URI: http://hdl.handle.net/10802/18511
Útgáfa: 2018
Efnisorð: Ritrýndar greinar; Háskólanám; Doktorsnám; Háskólakennarar; Handleiðsla í námi
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: https://doi.org/10.24270/netla.2018.2
Tegund: Tímaritsgrein
Gegnir ID: 991011339969706886
Birtist í: Netla 2018
Athugasemdir: Rafræn útgáfa eingöngu
Útdráttur: Í greininni segi ég frá viðtölum við níu kennara við Háskóla Íslands þar sem þeir tjáðu sig um reynslu sína af leiðsögn með lokaverkefnum nemenda í framhaldsnámi. Ég geri einnig grein fyrir fræðilegum skrifum um leiðsögn doktorsnema og vísa í eigin reynslu og rökstyð það að sjónarmið sem koma fram í máli viðmælenda minna séu af svipuðu tagi og þau viðhorf sem eru mest áberandi í orðræðu um leiðsögn doktorsnema víða um heim. Sömu gögn nota ég til að rökstyðja það að leiðsögn verði ekki unnin eftir neinni forskrift því hvert verkefni sé einstakt og öflun nýrrar þekkingar hljóti að vera óvissuferð. Einnig bendi ég á að leiðbeinandi þurfi jafnan að finna gullinn meðalveg milli þess að ráðskast með hugsun nemans og að vanrækja hann, milli afskiptasemi og afskiptaleysis. Ég rökstyð það enn fremur að óvissa og sífelld leit að jafnvægi þýði ekki að verkefni eigi að reka á reiðanum. Rök mín benda til þess að heppilegt sé að leiðbeinandi: - Setji ramma um samskipti og sjái um að þau séu þétt. - Fari vel með tímann og noti hann fremur til að kynnast nemandanum og spjalla augliti til auglitis en í snatt sem skiptir minna máli. - Hjálpi til við skrif án þess að skrifa fyrir nemandann. - Lesi fræðilegt efni eins og þarf til að geta metið rök og umfjöllun nemandans.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða Lýsing
2787-4036-1-PB.pdf 151.6Kb PDF Skoða/Opna Heildartexti

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta