|
Útdráttur:
|
Jólahátíðin er að ganga í garð þegar starfsmaður á stóru hóteli í Reykjavík finnst myrtur í kjallara þess. Hann reynist hafa verið vinafár og lifað fábreyttu lífi en upplýsingar um æskuár hans, ævintýraleg og dapurleg í senn, koma lögreglunni á sporið. Arnaldur Indriðason hefur notið fádæma vinsælda fyrir sögur sínar og hér er það lögregluhópurinn góðkunni, Erlendur, Sigurður Óli og Elínborg, sem fæst við flókna málsrannsókn. Röddin er sjötta skáldsaga Arnaldar; grípandi og áhrifamikil saga um undarleg örlög. |