#

Veikindafjarvistir, læknisheimsóknir og vinnutengd líðan í kjölfar bankahruns : samanburður á starfsfólki skóla og öðru starfsfólki sveitarfélaga

Skoða fulla færslu

Titill: Veikindafjarvistir, læknisheimsóknir og vinnutengd líðan í kjölfar bankahruns : samanburður á starfsfólki skóla og öðru starfsfólki sveitarfélagaVeikindafjarvistir, læknisheimsóknir og vinnutengd líðan í kjölfar bankahruns : samanburður á starfsfólki skóla og öðru starfsfólki sveitarfélaga
Höfundur: Kristín Jóna Þorsteinsdóttir 1967
URI: http://hdl.handle.net/10802/18105
Útgáfa: 2016
Efnisorð: Ritrýndar greinar; Skólar; Starfsfólk; Heilsufar; Fjarvistir
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://netla.hi.is/greinar/2016/ryn/08_ryn_arsrit_2016.pdf
Tegund: Tímaritsgrein
Gegnir ID: 991008028159706886
Birtist í: Netla 2016
Athugasemdir: Rafræn útgáfa eingöngu
Útdráttur: Tilgangur greinarinnar er að varpa ljósi á veikindi, veikindafjarvistir og læknisheimsóknir starfsfólks grunnskóla/tónlistarskóla og leikskóla, í samanburði við annað starfsfólk sveitarfélaga í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Þetta er mikilvægt þar sem minna hefur verið fjallað um líðan opinbers starfsfólks í kjölfar bankahrunsins, en starfsfólks starfsstétta sem urðu fyrir beinum hópuppsögnum. Að auki hefur meira verið fjallað um líðan þeirra sem missa vinnuna í kjölfar samdráttar en þeirra sem halda vinnunni. Spurt er: „Breyttist fjöldi veikindadaga og læknisheimsókna vegna vinnutengdra þátta meðal starfsfólks skólanna og annars starfsfólks sveitarfélaga á Íslandi í kjölfar bankahrunsins 2008?“ Eru tengsl á milli uppsagna á vinnustöðum starfsfólksins, aldurs, kyns, hjúskaparstöðu eða tegundar vinnustaðar annars vegar og líðanar, veikindafjarvista og læknisheimsókna hins vegar? Einnig er skoðað hvort líðan, veikindafjarvistir og læknisheimsóknir séu algengari meðal starfsfólks skólanna en annars starfsfólks sveitarfélaganna. Greinin byggir á langtíma panelgögnum 20 sveitarfélaga og 2971 starfsmanns frá árunum 2010, 2011 og 2013. Svarhlutfallið var 64,5%–84,4%. Niðurstöður eru settar fram sem hlutföll og fjöldatölur. Til að skoða marktækni voru notuð Cohran´s Q próf fyrir endurteknar mælingar og Kí-kvaðratpróf. Til að spá fyrir um líkur á veikindum og veikindafjarvistum með hliðsjón af því hvenær gögnum var safnað, uppsögnum, kyni, aldri, hjúskaparstöðu og vinnustöðum var notað GEE líkan (Generalized estimating equation). Niðurstöðurnar sýna að læknisheimsóknir, veikindafjarvistir og það að mæta veikur til vinnu jókst tveimur, þremur og fimm árum eftir bankahrunið haustið 2008. Aukningin var mest á vinnustöðum þar sem uppsagnir starfsfólks höfðu átt sér stað...


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða Lýsing
08_ryn_arsrit_2016.pdf 391.4Kb PDF Skoða/Opna Heildartexti

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta