Útdráttur:
|
Lundúnir 1792. Eftir að bróðir Jems deyr á æskuslóðunum í Dorsetskíri flyst fjölskyldan til borgarinnar. Þar kynnist Jem pörustúlkunni Maggý, sirkuslífinu í Lambeth og hinum seiðmagnaða nágranna sínum, skáldinu og róttæklingnum William Blake. Á meðan blóðugar fréttir berast yfir Ermasundið af byltingunni í Frakklandi takast Jem og Maggý á við andstæður sveitar og borgar, fátækt og ríkidæmi, gæfu og auðnuleysi – og því sem leynist þar á milli. Í Neistaflugi galdrar Tracy Chevalier fram einstæða mynd af horfnum heimi, margbrotnum örlögum og vegferðinni frá bernsku til þroska. Hjartnæm saga eftir höfund metsölubókarinnar Stúlka með perlueyrnalokk. |