dc.description.abstract |
Er rómantíkin ennþá til? Hvernig ástarsambönd henta fólki best? Er hægt að finna upp ný sambandsform þar sem þrír eða fleiri einstaklingar koma saman, eða henta opin sambönd sem bjóða upp á bæði nýjungar og öryggi? Eða er afbrýðisemin ef til vill sterkara afl en girndin þegar upp er staðið. Sagan hefst í Moskvu á mesta hitasumri í sögu borgarinnar. Þaðan færist leikurinn til Íslands þar sem einsemdin og rigningin bíða, þá til stórborga Norður-Ameríku, New York og Montreal, og loks aftur heim í íslenska sveit. Hvert sem er farið leitar fólk síðasta elskhugans, þess sem gerir alla aðra óþarfa. Höfundur elti ástina heimsálfanna á milli í rannsóknarleiðöngrum til Rússlands, Þýskalands, Bandaríkjanna og Kanada og hætti sér jafnvel stöku sinnum inn á íslenska bari meðan á ritun bókarinnar stóð. Stóra ástin í lífi hans er þó Leonard Cohen, og gott ef Cohen kemur ekki líka fyrir í þessari skáldsögu. Fyrri skáldsaga höfundar, Konungur norðursins, sem kom út árið 2007 hlaut geysigóðar viðtökur lesenda og gagnrýnenda. |
is |