Titill:
|
Undrið litla : Stokkhólmssamningurinn og baráttan gegn POP's : SköpunarsagaUndrið litla : Stokkhólmssamningurinn og baráttan gegn POP's : Sköpunarsaga |
Höfundur:
|
Davíð Egilson 1950
|
URI:
|
http://hdl.handle.net/10802/17399
|
Útgefandi:
|
Davíð Egilson 1950
|
Útgáfa:
|
2017 |
Efnisorð:
|
Rafbækur; Alþjóðasamstarf; Haffræði; Saga; Vatnafræði; Sjávarmengun; Loftmengun; Umhverfismál; Samningar
|
ISBN:
|
9789935241733 |
Tungumál:
|
Íslenska
|
Tegund:
|
Bók |
Gegnir ID:
|
991011066839706886
|
Athugasemdir:
|
Prentuð útgáfa telur 148 bls. |
Útdráttur:
|
Hér er fjallað um átak sem Íslendingar áttu drjúgan hlut að og snerist um að fá alþjóðasamfélagið til að draga úr losun þrávirkra lífrænna efna, POPs. Íslendingar höfðu sem fiskveiðiþjóð mikinn áhuga á vernd hafsins og leituðu leiða til að losun mengandi efna í hafið skaðaði ekki afurðir þeirra. Þegar líða fór á seinni hluta síðustu aldar fóru sjónir manna að beinast að hættu sem gæti stafað af lífrænum efnum sem brotnuðu hægt niður í náttúrunni. Þessi efni, og þá sérstaklega svokölluð varnarefni, var að finna í mælanlegu magni á stöðum þar sem þau höfðu aldrei verið notuð. Þau geta verið skaðleg vegna niðurbrotsefnanna, lífmagnast í gegnum fæðuvefinn og gætu valdið hættu á alvarlegum áhrifum á heilsufar fólks og umhverfi. Mælingar hér við land sýndu þau greinilega þrátt fyrir að styrkurinn væri lítill. Mikilvægt þótti að alþjóðasamfélagið hlutaðist til um að stöðva þessa þróun því ljóst var að einangraðar aðgerðir einstakra þjóða myndu duga skammt. Þetta ferli stóð í átta ár og var mjög athyglisvert. Upphaflega var það átak til að draga úr mengun sjávar frá athöfnum manna á landi en færist yfir í aðgerðir gegn þrávirkum lífrænum efnum. Afraksturinn var alþjóðasamningur sem ber nafnið Stokkhólmssamningurinn og myndar alþjóðlegan ramma um takmörkun á þessum efnum. Stokkhólmssamningurinn hefur verið einkar árangursríkur og stuðlað að bættri efnanotkun um heim allan. |