Útdráttur:
|
Hann finnur hana á stefnumótaforritinu. Þau eru match. Svo byrja þau að tala saman. Djarft. En vill hann hitta hana? Er hún of ung fyrir hann? Og ætlar hún aldrei að ná úr sér þessari pest sem hún talar endalaust um? Tinder match er spennandi nóvella úr samtímanum um netsamtal sem vindur upp á sig; ástina, gredduna og einmanaleikann. Hörður Andri Steingrímsson hefur gefið út tvær ljóðabækur og birt smásögu í tímaritinu Stínu. Tinder match er ein þriggja sagna sem verðlaunaðar voru í samkeppni Forlagsins um nýjar raddir 2018. |