Útdráttur:
|
Milla er tuttugu og eins árs gömul og þráir að lifa eins og venjuleg stelpa – en hún veit ekki hvað hún á að gera við líf sitt og hefur á tilfinningunni að komandi sumar gæti orðið hennar síðasta. Þrjár vikur í maí skipta sköpum: ástin kemur og fer, Milla skrifar ömmu sinni ótal bréf en fær engin svör, hún skoðar vorkvöld í Reykjavík úr lofti með vini sínum og í vinnunni skrásetur hún gögn „Safnsins um hina venjulegu íslensku fjölskyldu í lok tuttugustu aldar“. Milla er ævintýraleg Reykjavíkursaga, í senn létt og þung, glaðleg og sorgleg – Milla ræktar garðinn sinn en þar vex tré sem enginn annar sér ... |