Titill:
|
Landkostir : úrval greina um sambúð lands og þjóðar, 1927-1984Landkostir : úrval greina um sambúð lands og þjóðar, 1927-1984 |
Höfundur:
|
Halldór Laxness 1902-1998
|
URI:
|
http://hdl.handle.net/10802/17225
|
Útgefandi:
|
Vaka-Helgafell
|
Útgáfa:
|
2018 |
Efnisorð:
|
Íslenskar bókmenntir; Greinasöfn; Rafbækur
|
ISBN:
|
9789979224839 |
Tungumál:
|
Íslenska
|
Tegund:
|
Bók |
Gegnir ID:
|
991011030349706886
|
Útdráttur:
|
Allan sinn höfundarferil var Halldór Laxness ötull samfélagsrýnir og skrifaði beittar ritgerðir og blaðagreinar samhliða skáldskapnum. Það ríkti aldrei lognmolla í skrifum hans og hann var óhræddur við að tyfta samlanda sína og taka sér stöðu barnsins sem bendir á klæðleysi keisarans. Mörgum mislíkaði hreinskiptni skáldsins og óbilgirni gagnvart heimsku og heimóttarskap, en öðrum urðu þessar gagnrýnu greinar ómetanlegur innblástur. Hér hefur verið safnað saman greinum sem Halldór skrifaði á löngu árabili um sambúð lands og þjóðar – umhverfið sem við hrærumst í og umgengni okkar við það. Sumar greinanna bera augljós merki þess að vera innlegg í deilumál síns tíma, aðrar hafa víðari skírskotun, en allar eiga þær erindi við samtímann, ýmist sem merkilegar heimildir um málefni sem brunnu á fólki á liðinni öld eða sem sígild sannindi og áríðandi boðskapur sem ekki fyrnist. |