Útdráttur:
|
Vigdís Grímsdóttir hefur skipað sér sess meðal okkar fremstu samtímahöfunda með skáldsögum sínum og smásögum. Áhrifaríkur frásagnarstíll hennar heillar lesendur og skilur þá eftir reynslunni ríkari. Hér spinnur höfundur á listrænan hátt ótrúlega örlagasögu ungrar stúlku úr þeim margslungnu þráðum er leynast í mannlegu eðli. Af næmi og innsæi er tekist á við hildarleik tilfinninga og tilverurétt einstaklingsins. Ástin og hatrið, sektin og sakleysið hljóta enn á ný djúpa og óvænta merkingu í hugum lesandans. Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón er í senn spennandi frásögn og ljóðræn túlkun, saga stúlku sem ratað hefur í ógæfu og bíður dóms. Á tólf stundum rekur hún sjálf sögu sína fyrir lögfræðingi og um leið fær lesandinn að kynnast því stig af stigi hvaða áhrifavaldar í lífi hennar ráða ferðinni, hver viðbrögð hennar við heiminum eru, hvað veldur því að hún verður viðskila við samfélag manna, hvers vegna örlög hennar verði slík. Eftir situr hin áleitna spurning: Hver er Ísbjörg og hver er kominn til að dæma? |