#

Meðalvermis-jarðhitasvæði á Íslandi : Vinnslumöguleikar varma- og raforku

Skoða fulla færslu

Titill: Meðalvermis-jarðhitasvæði á Íslandi : Vinnslumöguleikar varma- og raforkuMeðalvermis-jarðhitasvæði á Íslandi : Vinnslumöguleikar varma- og raforku
Höfundur: Björn Már Sveinbjörnsson 1969-2018 ; Orkustofnun ; Sigvaldi Thordarson 1964
URI: http://hdl.handle.net/10802/16530
Útgefandi: Íslenskar orkurannsóknir
Útgáfa: 2018
Ritröð: Íslenskar orkurannsóknir. ; ÍSOR-2018/050
Efnisorð: Jarðhiti; Lághitasvæði; Ísland
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: https://orkustofnun.is/gogn/Skyrslur/ISOR-2018/ISOR-2018-050.pdf
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991010139429706886
Athugasemdir: Skýrsla þessi er þýðing á fjórða kafla skýrslunnar Medium Enthalpy Geothermal Systems in Iceland – Thermal and Electric Potential frá 2016 eftir Björn Má Sveinbjörnsson yfir á íslensku.Unnið fyrir OrkustofnunMedium Enthalpy Geothermal Systems in Iceland : Thermal and Electric PotentialMyndefni: myndir, gröf, töflur.
Útdráttur: Jarðhitakerfi, þar sem berghiti í efstu 2000 m er milli 100 og 200 °C, eru skilgreind sem meðalvermisjarðhitakerfi. Í þessari skýrslu eru 37 meðalvermis-jarðhitasvæði á Íslandi skoðuð og greining gerð á 81 svæði innan þeirra. Gagnagrunnurinn, sem greiningin byggist á, er unninn upp úr borholuskrá Orkustofnunar og skýrslum um einstaka holur/svæði. Á árunum 1928–2014 hafa 655 holur verið boraðar í meðalvermis-jarðhitasvæðum. Af þeim voru 289 vinnsluholur, þar sem bordýpi var milli 10–3085 m (mælidýpi), að meðaltali 65 m. Um 60% þeirra voru vinnsluhæf eftir borun og 62% þeirra eru enn í notkun. Gögn um gæfni holnanna eru til fyrir 132 vinnsluhæfar holur og 54 holur sem ekki teljast vinnsluhæfar. Meðalgæfni þessara 186 holna er 12,1 l/s. Í heildarsafninu voru 193 borholur þar sem hitastigið er yfir 90 °C og voru þessar borholur skoðaðar nánar með það fyrir augum að kanna nýtingarmöguleika borholna með meðalvermi. Bordýpi þessara holna er milli 52–3085 m, að meðaltali um 861 m. Af þessum holum voru 77% þeirra nothæfar (strax) eftir borun og 70% þeirra eru enn í notkun. Meðalgæfni þessara holna, 132 nothæfar og 44 sem ekki töldust nothæfar, er 13 l/s. Um 89% af þeim æðum sem veita vatni inn í holurnar eru á minna en 1000 m dýpi og er innflæðið ansi misjafnt, í tveimur holum er mjög stórar æðar, 100 og 110 l/s, en að öðru leyti eru þær allar minni en 62 l/s. Þær æðar sem eru á yfir 1000 m dýpi eru yfirleitt minni og almennt er flæði þeirra innan við 20 l/s. Einungis þrjár borholur hafa flæði sem er yfir 18 l/s úr æðum á meira dýpi en 1000 m. Ef hiti vatns úr borholu er yfir 80


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða Lýsing
ISOR-2018-050.pdf 7.120Mb PDF Skoða/Opna Heildartexti

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta