#

Kyngervi kennara í augum foreldra : mótsagnakenndar kröfur

Skoða fulla færslu

Titill: Kyngervi kennara í augum foreldra : mótsagnakenndar kröfurKyngervi kennara í augum foreldra : mótsagnakenndar kröfur
Höfundur: Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir 1989 ; Ingólfur Ásgeir Jóhannesson 1954
URI: http://hdl.handle.net/10802/16414
Útgáfa: 2018
Efnisorð: Ritrýndar greinar; Grunnskólakennarar; Viðhorf; Kyngervi; Foreldrar; Staðalímyndir
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://netla.hi.is/greinar/2018/ryn/06.pdf
Tegund: Tímaritsgrein
Gegnir ID: 001504876
Birtist í: Netla 2018
Athugasemdir: Rafræn útgáfa eingöngu
Útdráttur: Í greininni er fjallað um viðhorf foreldra til kyngervis grunnskólakennara. Rannsóknin fólst í viðtölum við tíu foreldra, fjóra karla og sex konur, sem áttu bæði dreng og stúlku í grunnskóla, og var að minnsta kosti eitt barnanna á yngsta stigi og annað á miðstigi grunnskólans þegar viðtölin voru tekin. Viðmælendur voru spurðir um afstöðu sína til kyns og kyngervis kennara, karlmennsku, kvenleika, virðingar, aga og umhyggju – allt í því augnamiði að fá vitneskju um hvort og á hvaða hátt þessi viðhorf væru kynjuð. Viðtölin voru greind í tveimur meginþrepum. Á fyrra þrepi voru greind nokkur þemu, svo sem karlmennska og kvenleiki; kennarar sem fyrirmyndir og virðing, agi og umhyggja. Við ítarlegri skoðun var bersýnilegt að viðhorf foreldranna voru lituð af einstaklingshyggju og eðlishyggju. Jafnframt komu í ljós ekki einungis ólíkar skoðanir meðal viðmælenda heldur mótsagnir í viðhorfum. Áhersla viðmælenda á einstaklingsmun er mjög líklega til marks um frekar almennan, ef ekki lítinn, skilning á þýðingu kynjajafnréttismála fyrir skólastarfið. Höfundar vilja árétta það að ef sérstakur vilji er fyrir hendi til að fjölga körlum í grunnskólakennslu, umfram það að mennta þarf fjölda bæði karla og kvenna til starfsins, verður að forðast að gera það á forsendum sem byggjast á staðalmyndum og hefðbundnum kynhlutverkum. Í kennaramenntuninni þarf að undirbúa kennaranema af öllum kynjum undir allar hliðar starfsins. Þar á meðal að þeir geti sem nýbrautskráðir kennarar vænst þess að stundum verði gerðar til þeirra ólíkar kröfur eftir kyni af aðilum innan og utan skólans.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða Lýsing
06.pdf 201.0Kb PDF Skoða/Opna Heildartexti

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta