#

Orkuöryggi á Vestfjörðum - áhrif á samkeppnisstöðu og atvinnuþróun

Skoða fulla færslu

Titill: Orkuöryggi á Vestfjörðum - áhrif á samkeppnisstöðu og atvinnuþróunOrkuöryggi á Vestfjörðum - áhrif á samkeppnisstöðu og atvinnuþróun
Höfundur: Guðni Albert Jóhannesson ; Matthildur Helga- og Jónudóttir ; Þorgeir Pálsson
URI: http://hdl.handle.net/10802/1559
Útgefandi: Ráðgjafahópur skipaður af Iðnaðarráðherra
Útgáfa: 2011
Efnisorð: Orkumál; Dreifikerfi; Vestfirðir; Raflínur
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Útdráttur: HELSTU TILLÖGUR NEFNDARINNAR
• Samkeppnisstaða atvinnulífs og samfélagsþjónustu á Vestfjörðum verður ekki viðunandi með því ástandi sem fram kemur í könnunum. Afhendingaröryggið þarf að verða sambærilegt við aðra landshluta og það er mögulegt með endubótum á núverandi kerfi, sérstökum stýribúnaði til þess að koma í veg fyrir spennuflökt og tíðnitruflunum við straumrof og fullkomari og betri búnaði fyrir varaafl. Nefndin mælir með að ákveðin verði almenn viðmið um hámark rekstrartruflana í raforkukerfum fyrir dreifbýli. Undir þeim mörkum verði gefinn afsláttur á kostnaði við flutning og dreifingu til viðkomandi notenda. Þetta er í samræmi við frumvarp til laga um breytingar á raforkulögum sem nú liggur fyrir Alþingi, þar sem segir um áreiðanleika afhendingaröryggis að frávik frá viðmiðum geti leitt til hækkunar eða lækkunar gjaldskrár vegna flutnings og dreifingar.
• Nefndin mælir með að rekstrargrundvöllur dísel-varaaflsstöðva verði tryggður í samningum Landsnets og OV þannig að hægt sé að fjármagna nauðsynlegar endurbætur á varaaflsstöðvunum eins og t.d. sjálfvirka eða fjarvirka ræsingu. Nefndin styður hugmynd Landsnets um að reisa sem allra fyrst 10 MW díesel-varaaflsstöðvar á Ísafirði en gerir tillögu um að sú stöð verði tengd spinnhjóli eða rafhlöðubúnaði til þess að koma í veg fyrir straumrof eins og frekast er unnt. (Með þessum hætti ætti þörf á að slá út suðurfjörðunum við straumrof að vera úr sögunni.)
• Tvöföldun eða hringtenging Vesturlínu er framtíðarmarkmið en tímasetning hennar mun ráðast af aukinni raforkuþörf og árangri endurbóta sem fyrirhugaðar eru á núverandi línu. Nefndin telur að framtíðaráætlun eigi að miða að hringtengingu um Strandir og Djúpið til Ísafjarðar. Slík tenging yrði á öðru veðursvæði og gæti þjónað Hólmavík og Hvalárvirkjun, ef af henni verður. Nefndin leggur til að samið verði við Landsnet um að ljúka áætlunum fyrir þennan áfanga og öðrum hringleiðum sem til greina koma til samanburðar.
• Nefndin telur að þær breytingar stýringu raforkukerfisins við áföll, sem hafa verið gerðar og eru á framkvæmdastigi af hálfu Landsnets og OV eigi að geta skilað töluverðum árangri, sem getur sýnt sig í bættu afhendingaröryggi en þó sérstaklega með því að tryggja að spenna haldist stöðug meðan rafmagn er á. Tengja mætti forvarnir á þessu sviði við veðurspár og staðsetja og gangsetja varaafl nálægt viðkvæmum rekstri.
• Þróun raforkuflutnings og gagnaflutnings þurfa að haldast í hendur. Forsenda atvinnuþróunar á okkar tímum eru öflug og örugg kerfi fyrir flutning bæði raforku og gagna.
• Samfélagskostnaður sem Vestfirðir verða fyrir sökum rafmagnsleysis hefur verið áætlaður 400 milljónir kr. á ári. Nefndin hafði ekki aðstöðu til að gera nánari greiningu á forsendum þessa
mats en telur nauðsynlegt að þetta verði kannað betur og þá sérstaklega skoðuð glötuð tækifæri til tekna og fjárfestinga.
Ekki er að svo stöddu lagt til að aflað sé sérstakrar fjárveitingar til endurbóta á kerfinu. Þær úrbætur sem næst standa eru allar innan áætlana flutnings og dreififyrirtækja. Við leggjum hins vegar til að ríkisvaldið komi nú að málum með þrenns konar hætti.
1. Komið verði á föstum samstarfshópi sem fjallar um þróun afhendingaröryggis á Vestfjörðum og í hinum dreifðu byggðum landsins. Að honum komi fulltrúar orkuframleiðslu, flutnings, dreifingar og almannahagsmuna. Hópurinn fari yfir áætlanir flutnings- og dreififyrirtækja, tímasetningar og forgangsröðun og mæli árangur með svipuðum hætti og gert er í þessari skýrslu.
2. Í samráði við verði við Landsnet verði lokið við gerð framtíðaráætlana um hringtengingu raforkuflutnings fyrir Vestfirði
3. Gerð verði heilstæð rannsóknaáætlun fyrir raforkuframleiðslu á Vestfjörðum sem verði hluti af undirbúningi næsta áfanga Rammaáætlunar.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Orkuoryggi-a-Vestfjordum.pdf 2.186Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta