#

Íslenskur barnamatur – markaður og opinberar kröfur

Skoða fulla færslu

Titill: Íslenskur barnamatur – markaður og opinberar kröfurÍslenskur barnamatur – markaður og opinberar kröfur
Höfundur: Þóra Valsdóttir 1976 ; Rakel Eva Sævarsdóttir 1986 ; Gunnþórunn Einarsdóttir 1974 ; Guðjón Þorkelsson 1953 ; Aðalheiður Ólafsdóttir ; Kolbrún Sveinsdóttir 1974
URI: http://hdl.handle.net/10802/1537
Útgefandi: Matís
Útgáfa: 01.04.2011
Ritröð: Skýrsla Matís ; 07-11
Efnisorð: Barnamatur; Markaðsfræði; Vörumerki
ISSN: 1670-7192
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Útdráttur: Með barnamat er átt við mat sem er sérstaklega ætlaður ungabörnum og
smábörnum að undanskildum mjólkurblöndum sem koma eiga í stað
móðurmjólkur. Að mörgu er að huga áður en hafist er handa við
framleiðslu á barnamat. Smábörn og ungabörn eru mun viðkvæmari á
allan hátt en fullorðnir. Miklar kröfur eru því gerðar um örugga
framleiðslu. Íslenskt hráefni, sérstaklega grænmeti og lambakjöt, hentar
vel til framleiðslu á barnamat því hér er notkun varnarefna í landbúnaði
minni en víðast hvar og aðskotaefni og mengunarefni í algjöru lágmarki.
Niðurstöður umræðuhópa foreldra unga- og smábarna benda til þess að
það séu tækifæri til að koma með nýjar, íslenskar vörur á markaðinn.
Einkum virðist vera vöntun á fleiri tegundum barnamatar en þegar eru í
boði en ekki síður má sjá tækifæri í aðlögun umbúða og skammtastærða
hefðbundinna íslenskra matvara að þörfum unga- og smábarna.
Aðkeyptur barnamatur hefur neikvæða merkingu í hugum margra. Til
þess að ný vara ætluð unga- og smábörnum gangi vel er því fyrst og
fremst mikilvægt að byggja upp traust á vörumerkinu hjá kaupendunum.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
07-11-Islenskur-barnamatur-Samantekt.pdf 2.768Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta