#

Aukið verðmæti uppsjávarfisks. Lokaskýrsla

Skoða fulla færslu

Titill: Aukið verðmæti uppsjávarfisks. LokaskýrslaAukið verðmæti uppsjávarfisks. Lokaskýrsla
Höfundur: Lárus Þorvaldsson 1983 ; Björn Margeirsson 1979 ; Ásbjörn Jónsson 1960 ; Sindri Karl Sigurðsson 1970 ; Ásgeir Gunnarsson 1957 ; Sigurjón Arason 1950
URI: http://hdl.handle.net/10802/1536
Útgefandi: Matís
Útgáfa: 05.2011
Ritröð: Skýrsla Matís ; 08-11
Efnisorð: Uppsjávarfiskur; Kæling; Kælikerfi; RSW; Hráefnisgæði; Gæðaspálíkön; Varmaflutningslíkan; Hráefni
ISSN: 1670-7192
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Útdráttur: Meginmarkmið verkefnisins Aukið verðmæti uppsjávarfisks – bætt kælitækni,
sem hófst í júní 2008, var að leggja grunn að nýrri aðferð við kælingu og geymslu
uppsjávarfisks um borð í nótaskipum. Afleiðing bættrar kælingar er að hærra
hlutfall aflans er nýtilegt til manneldisvinnslu. Samstarfsaðilar í verkefninu voru
Matís, Síldarvinnslan (SVN) og Skinney Þinganes (SÞ).
Í þessari skýrslu er helstu niðurstöðum og afurðum verkefnisins lýst. Dæmi um
afurðir eru varmaflutningslíkön af uppsjávarafla í skipslest og geymslutanki í
landi og samþætting varmaflutningslíkana og gæðaspálíkana, sem gera kleift að
spá fyrir um hráefnisgæði út frá umhverfishitasögu. Hitadreifing í lestum
uppsjávarskipa með mismunandi útfærslum kælikerfa var kortlögð og
geymsluhiti tengdur við gæðamælingar, sem gerðar voru við löndun. Af hita‐ og
gæðamælingum er ljóst að gallatíðni í lönduðum afla eykst með hækkandi
geymsluhita. Helsti kostur MCS kælikerfis (e. Mixed Cooling System), sem
samtvinnar CSW (Chilled Sea Water) og RSW (Refrigerated Sea Water)
kælikerfin, er að með kerfinu má draga úr þeirri óumflýjanlegu hitahækkun, sem
verður í forkældri skipslest í kjölfar dælingar afla í lestina. Á meðan á verkefninu
stóð stórjukust makrílveiðar Íslendinga og má fullyrða að niðurstöður
verkefnisins hafi nýst mjög vel til að bæta árangur við manneldisvinnslu á makríl
hér við land og hækka þannig afurðaverð verðmætrar tegundar.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
08-11-Lokaskyrs ... rdmaeti-uppsjavarfisks.pdf 614.8Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta