#

Stytting ræktunartíma kræklings : Lokaskýrsla

Skoða fulla færslu

Titill: Stytting ræktunartíma kræklings : LokaskýrslaStytting ræktunartíma kræklings : Lokaskýrsla
Höfundur: Helga Gunnlaugsdóttir 1963 ; Guðrún G. Þórarinsdóttir 1952 ; Jón Benedikt Gíslason 1983 ; Hreiðar Þór Valtýsson ; Björn Theodórsson 1943 ; Hrönn Ólína Jörundsdóttir 1978
URI: http://hdl.handle.net/10802/1516
Útgefandi: Matís
Útgáfa: 12.2010
Ritröð: Skýrsla Matís ; 43-10
Efnisorð: Kræklingur; Ræktunartími; Stofnstærðarmat; Skiptirækt; Stofnstærð
ISSN: 1670-7192
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Útdráttur: Aðalmarkmið verkefnisins var að þróa og meta aðferð við áframræktun smáskelja
kræklings á hengjum í sjó sem skilar uppskeru að minnsta kosti ári fyrr en
hefðbundin ræktunaraðferð. Deilimarkmið voru að meta stofnstærð og
nýliðunargetu á tilraunaveiðisvæðum smáskelja í Hvalfirði og upptöku kadmíums
í kræklingi eftir flutning og í áframræktun.
Samanteknar ályktanir verkefnisins eru eftirfarandi:
a) Stofnstærðarmat kræklings í Hvalfirði leiddi í ljós töluvert stóran
veiðalegan stofn og miðað við 10% veiðikvóta af stofnstærð væri hægt
að veiða árlega 1 500 tonn í firðinum. Uppistaða stofnsins á flestum
svæðum eru stórar skeljar sem ekki henta til áframræktunar.
b) Söfnun á villtri smáskel (u.þ.b. 20-30 mm) til útsokkunar og áframræktun
á hengjum (skiptirækt) í sjó skilar uppskeru að minnsta kosti ári fyrr en
hefðbundin ræktunaraðferð.
c) Hægt er að veiða smáskel, flytja, sokka og koma út á ræktunarsvæðum
fjarri veiðisvæði. Stærð skelja hefur þó mikið að segja varðandi
möguleika til áframræktunar, þar sem hreyfanleiki þeirra virðist fara
minnkandi upp úr 25 mm skellengd. Í rannsókninni var uppskera af
línum af veiddri og útsokkaðri skel um 5 kíló af markaðshæfri skel á
lengdarmeter.
d) Þessi ræktunaraðferð getur verið gagnleg sem viðbót við hefðbundna
ræktun. Að geta sótt villtan krækling til útsokkunar getur skipt miklu
máli sérstaklega ef hefðbundin lirfusöfnun hefur farið forgörðum af
einhverjum ástæðum. Niðurstöður núverandi verkefnis munu mögulega
nýtast við fleira en styttingu á ræktunartíma og geta gegnt lykilhlutverki
við uppbyggingu kræklingaræktar umhverfis landið.
e) Upptaka kadmíums í kræklingi getur verið vandamál eftir flutning og í
áframræktun og mikilvægt er að fylgjast með styrk kadmíums í kræklingi
áður en hann fer á markað


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
43-10-Lokaskyrsla-stytting-raektunartima-AVS.pdf 983.6Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta