#

Grandskoðum þann gula frá miðum í maga ‐ rannsókn á þáttum sem hafa áhrif á verðmæti þorskafla

Skoða fulla færslu

Titill: Grandskoðum þann gula frá miðum í maga ‐ rannsókn á þáttum sem hafa áhrif á verðmæti þorskaflaGrandskoðum þann gula frá miðum í maga ‐ rannsókn á þáttum sem hafa áhrif á verðmæti þorskafla
Höfundur: Helga Gunnlaugsdóttir 1963 ; Jónas R. Viðarsson ; Ásta Margrét Ásmundsdóttir 1963 ; Garate, Cecilia ; Hrönn Ólína Jörundsdóttir 1978 ; Ingibjörg G. Jónsdóttir 1972 ; Sigurjón Arason 1950 ; Vordís Baldursdóttir 1968 ; Þorsteinn Sigurðsson 1964 ; Sveinn Margeirsson 1978
URI: http://hdl.handle.net/10802/1507
Útgefandi: Matís
Útgáfa: 09.2010
Ritröð: Skýrsla Matís ; 31-10
Efnisorð: Matís; Þorskur; Lifur; Fita; Efnagreining; Snefilefni
ISSN: 1670-7192
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Útdráttur: Markmið þessa verkefnis voru að safna ítarlegri upplýsingum en áður hefur verið gert um efnasamsetningu, vinnslueiginleika og verðmæti þorsks í virðiskeðjunni. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru:

• Ekki reyndist mikill munur í holdafari þorsks eftir árstíma, en holdastuðullinn var þó aðeins hærri í desember heldur en í kringum hrygningartímann (febrúar-maí) þegar hann var lægstur. Ekkert samband fannst milli holdafars fisks og fituinnihalds lifrar.

• Jákvætt samband var milli lifrarstuðuls og fituinnihalds lifrar (R2 = 0,55). Sambandið var þó ekki línulegt heldur hækkaði fituinnihaldið hratt við lágan lifrarstuðul en minna eftir því sem lifrarstuðullinn hækkaði. Sömuleiðis hækkaði fituinnihald lifrar með lengd og aldri bæði hjá hængum og hrygnum.

• Fituinnihald lifrar, þyngd fisksins eða holdastuðullinn gefa ekki neinar afgerandi vísbendingar um flakanýtingu. Sömuleiðis hafði vatnsinnihald og vatnsheldni flaka lítil sem engin áhrif á vinnslunýtingu eða los.

• Samantekin niðurstaða af mati á áhrifum kyns, kynþroska og aldurs á flakanýtingu er sú að það er munur á flakanýtingu milli einstakra veiðiferða, sá munur virðist að einhverju leiti háður kynþroska fisksins og er samkvæmt fyrirliggjandi gögnum lægst á kynþroskastigi 4 (þ.e.a.s fiskur í hrygningu eða hrygndur). Rétt er þó að benda á að talsvert ójafnvægi er í gagnasafninu varðandi dreifingu kynþroska í einstakra veiðiferðum og tiltölulega fá sýni eru af fiski af kynþroskastigum 3 og 4 samanborið við kynþroskastig 1 og 2.

• Gerður var samanburður á styrk PCB7 í þorski beint úr hafi annars vegar og eftir vinnsluna, þ.e.a.s. í frosnum flökum, hins vegar. Ekki reyndist marktækur munur á styrk PCB7 í heilum fiski og frosnum þorskflökum, fiskvinnslan virðist því ekki hafa áhrif á styrk þessara efna í flökunum.

• Ekkert tölfræðilega marktækt samband var milli styrks járns (Fe), selens (Se), blýs (Pb) eða PCB7 og kyns, aldurs eða kynþroska. Tölfræðilega marktækt samband er milli styrks kvikasilfurs í holdi þorsks (þ.e.a.s í flökum) og aldurs, lengdar og kynþroska. Þekkt er að kvikasilfur safnast fyrir í holdi fiska með aldri og niðurstöður þessarar rannsóknar eru í samræmi við og byggja undir þessar niðurstöður.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
31-10-Lokaskyrsla-Grandskoddum-thann-gula.pdf 2.444Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta