Titill: | Tilraunaræktun náttúrulegs dýrasvifs og gæði dvalareggjaTilraunaræktun náttúrulegs dýrasvifs og gæði dvalareggja |
Höfundur: | Jónína Þuríður Jóhannsdóttir 1969 ; Hugrún Lísa Heimisdóttir ; Friðbjörn Möller 1971 ; Rannveig Björnsdóttir |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/1498 |
Útgefandi: | Matís |
Útgáfa: | 03.2010 |
Efnisorð: | Rauðáta; Acartia; Ræktun; Næring; Eggjaframleiðsla; Dýrasvif |
Tungumál: | Íslenska |
Tegund: | Skýrsla |
Útdráttur: | Dýrasvif er mikilvægasta fæða fyrir seiði okkar helstu fiskistofna og er rauðáta algengasta dýrasvifstegundin hér við land en Acartia tegundir er ennfremur að finna í svifi nær allt árið um kring. Markmið verkefnisins var að rækta valdar tegundir náttúrulegs dýrasvifs sem algengar eru hér við land (rauðáta og Acartia) og framleiða dvalaregg til að tryggja framboð þess árið um kring.
Í tengslum við verkefnið hefur verið sett upp aðstaða til ræktunar á dýrasvifi og lifandi þörungum sem nýttir voru sem fóður fyrir svifdýrin. Villtu dýrasvifi hefur verið safnað með ýmsum aðferðum og ræktunartilraunir framkvæmdar við mismunandi umhverfisaðstæður. Einnig hafa verið framkvæmdar tilraunir með klak dvalareggja Acartia tonsa í tveimur aðskildum tilraunum. Helstu niðurstöður benda til þess að dýrin séu mjög viðkvæm fyrir hverskyns meðhöndlun svo og hitastigsbreytingum við innsöfnun. Mikil afföll urðu fyrstu dagana eftir innsöfnun og erfitt reyndist að halda dýrunum á lífi lengur en nokkrar vikur. Næring hefur víðtæk áhrif á æxlun dýranna, afkomu og framleiðni og gefa niðurstöður vísbendingar um að þörungaþykkni sem notað var henti ekki við ræktun dýrasvifs en mun betri árangur fékkst með notkun lifandi þörunga. Klak dvalareggja gekk vel og tókst að fá þau dýr til að framleiða egg. Í framhaldinu er fyrirhugað að kanna áhrif ýmissa þátta s.s. næringarinnihalds fæðu, fæðuframboðs og þéttleika á þroskun, kynjahlutfall og eggjaframleiðslu dýranna. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
02-10-Dyrasvif.pdf | 402.6Kb |
Skoða/ |