 
| Titill: | Frysting og þíðing grálúðu : tilraunir og CFD hermunFrysting og þíðing grálúðu : tilraunir og CFD hermun | 
| Höfundur: | Björn Margeirsson 1979 ; Lárus Þorvaldsson ; Sigurjón Arason | 
| URI: | http://hdl.handle.net/10802/1488 | 
| Útgefandi: | Matís | 
| Útgáfa: | 10.2009 | 
| Efnisorð: | Frysting; Þíðing; CFD hermun; Hitaálag; Grálúða | 
| ISSN: | 1670-7192 | 
| Tungumál: | Íslenska | 
| Tegund: | Skýrsla | 
| Útdráttur: | Frysting og þíðing grálúðu var rannsökuð með tilraunum og tölvuvæddum varma‐ og straumfræði (CFD) líkönum. Heilu bretti af hálf‐frosinni grálúðu var komið fyrir í frostgeymslu og lofthitastig og hitastig grálúðu á mismunandi stöðum á brettinu mælt með hitasíritum. Tíminn, sem tók að frysta grálúðuna frá ‐10 til ‐5 °C undir ‐15 °C, var allt frá einum og upp í fjóra daga eftir staðsetningu á bretti. Í þíðingartilraunum voru bæði stakir pokar og tuttugu pokar, sem staflað var á bretti, rannsakaðir í hitastýrðum kæliklefum Matís og HÍ. Upphitun fullfrosinnar vöru var kortlögð við aðstæður, sem komið geta upp við uppskipun úr frystitogurum eða 10 – 20 °C lofthita. Við niðurstöður tilraunanna voru bornar saman niðurstöður þrívíðra varmaflutningslíkana og fékkst almennt gott samræmi þar í milli. Við 10 klst. geymslu í 12,6 °C lofthita hækkaði hiti í stökum pokum úr um ‐26 °C í u.þ.b. ‐5 °C. Við jafn langt hitaálag hækkaði hiti í pokum á bretti úr ‐22,5 °C í allt frá ‐17 til ‐3 °C sem sýnir hversu óeinsleit hitadreifingin getur verið við langvarandi hitaálag. Niðurstöður CFD líkansins sýndu að 10 m/s vindur við uppskipun flýtir þiðnun frosins fisks á bretti verulega. | 
| Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða | 
|---|---|---|---|
| Skyrsla_33-09.pdf | 1.363Mb | Skoða/ |