#

Tölvustýrðir sköfuhnífar fyrir flökunarvélar

Skoða fulla færslu

Titill: Tölvustýrðir sköfuhnífar fyrir flökunarvélarTölvustýrðir sköfuhnífar fyrir flökunarvélar
Höfundur: Jónas Rúnar Viðarsson 1971 ; Ásbjörn Jónsson 1960 ; Sveinn Margeirsson 1978
URI: http://hdl.handle.net/10802/1474
Útgefandi: Matís
Útgáfa: 06.2010
Ritröð: Skýrsla Matís ; 21-10
Efnisorð: Flakanýting; Flökunarvélar; Sköfuhnífar; Tölvustýring
ISSN: 1670-7192
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Útdráttur: Skýrsla þessi greinir frá framgangi og niðurstöðum verkefnisins „Tölvustýrðir
sköfuhnífar fyrir flökunarvélar“ sem styrkt var af AVS sjóðnum. Markmið
verkefnisins var að þróa og smíða tölvustýrðan búnað til að stjórna hreyfingum
sköfuhnífa í flökunarvél að gerðinni F-189-PLC frá Fiskvélum. Vonir stóðu til
að tölvustýrðu sköfuhnífarnir myndu bæta flakanýtingu og gera kleift að flaka
smærri fisk en áður hefur reynst mögulegt með ásættanlegum árangri.
Mælingar á flakanýtingu vélarinnar eftir breytingar sýna að nýting hefur aukist
um 0,81%, þegar verið er að flaka meðalstóran þorsk (u.þ.b. 2 kg). Ekki reyndist
hins vegar unnt sökum hráefnisskorts, að mæla hvort vélin skilaði betri árangri
við flökun á mjög smáum fiski (<0,7 kg).
Tölvustýrðu sköfuhnífarnir virðast fylgja skurðarkúrfunni betur en eldri búnaður
og einnig að þeir nái lengra inn að beinum. Einnig lítur út fyrir að aukinn
hreyfanleiki sköfuhnífanna dragi úr áreiti á fiskholdið.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
21-10-1929-Tolv ... elar-_-AVS-lokaskyrsla.pdf 1.186Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta