Titill: | Þróun gæðastuðulsaðferðar og geymsluþol á þíddum makríl (Scomber scombrus)Þróun gæðastuðulsaðferðar og geymsluþol á þíddum makríl (Scomber scombrus) |
Höfundur: | Kolbrún Sveinsdóttir 1974 ; Alfama, Patricia Miranda ; Aðalheiður Ólafsdóttir ; Emilía Martinsdóttir 1949 |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/1472 |
Útgefandi: | Matís |
Útgáfa: | 07.2010 |
Ritröð: | Skýrsla Matís ; 25-10 |
Efnisorð: | Makríll; Geymsla matvæla; QIM; ; Histamín |
ISSN: | 1670-7192 |
Tungumál: | Íslenska |
Útdráttur: | QIM aðferðin (Quality Index Method) er hlutlæg, fljótleg og áreiðanleg
skynmatsaðferð sem þróuð hefur verið til að meta ferskleika fisks. Markmið rannsóknarinnar var að útbúa QIM einkunnaskala fyrir þíddan makríl (Scomber scombrus) sem geymdur var í ís við 0°C og prófa notkun hans í geymsluþolstilraun. Makríllinn var metinn með skynmati eftir QIM og DA aðferð (generic descriptive analysis), einnig voru taldar örverur (TVC og H2S myndandi) og mælt histamín í allt að 9 daga frá uppþíðingu. Niðurstaða rannsóknarinnar var QIM aðferðin fyrir þíddan makríl sem var þróuð og prófuð í geymsluþolsrannsókn. Gæðastuðull – QI (heildarsumma einkunna) jókst línulega með geymslutíma á ís. QIM aðferðin fyrir þíddan makríl byggir á mati á gæðaþáttum einsog útliti á roði, áferð, lit og formi augna, lit og lykt tálkna, útlit slíms í tálknum og tálknblaða og upplausn innyfla og getur heildarsumma fisksins orðið 19 að hámarki. Í verkefninu var einnig þróuð aðferð (general descriptive analysis-DA) til að meta soðinn makríl. Helstu einkenni makrílsins strax eftir þíðingu var lykt og bragð af ferskri olíu, málmlykt og sæt lykt/bragð sem dofnaði heldur með geymslutímanum. Það sem takmarkaði geymsluþolið voru skynrænir eiginleikar sem lýsa skemmdareinkennum, einsog þráalykt og –bragð sem getur verið áberandi í feitum fiski eftir lengri frystigeymslu. Samkvæmt skynmati á soðnum makrílflökum er geymsluþol þídds makríls eftir fimm mánaða frystigeymslu um 4-6 dagar. Heildarfjöldi örvera og H2S myndandi örvera var minni en yfirleitt sést við lok geymsluþols af völdum örvera. Histamín mældist ekki (< 5 ppm) í þíddum makríl á geymslutímanum sem var 9 dagar á ís. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
25-10-1930-Makrill_frosinn_QIM.pdf | 788Kb |
Skoða/ |