#

Hvernig er tekið á fræðslu um kynjajafnrétti í skólum? : athugun á viðhorfum, þekkingu og áhuga skólastjóra þriggja skólastiga

Skoða fulla færslu

Titill: Hvernig er tekið á fræðslu um kynjajafnrétti í skólum? : athugun á viðhorfum, þekkingu og áhuga skólastjóra þriggja skólastigaHvernig er tekið á fræðslu um kynjajafnrétti í skólum? : athugun á viðhorfum, þekkingu og áhuga skólastjóra þriggja skólastiga
Höfundur: Guðný Guðbjörnsdóttir 1949 ; Steinunn Helga Lárusdóttir 1949
URI: http://hdl.handle.net/10802/14688
Útgáfa: 2017
Efnisorð: Ritrýndar greinar; Skólastjórar; Jafnréttismál; Viðhorfskannanir; Kynjafræði
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://netla.hi.is/greinar/2017/ryn/17.pdf
Tegund: Tímaritsgrein
Gegnir ID: 991009429109706886
Birtist í: Netla 2017
Athugasemdir: Rafræn útgáfa eingöngu
Útdráttur: Hér er greint frá niðurstöðum spurningakönnunar á viðhorfum, þekkingu og áhuga skólastjóra í leik-, grunn-, og framhaldsskólum á kynjajafnrétti og fræðslu á því sviði. Sambærileg rannsókn meðal skólastjóra hefur ekki verið gerð. Spurningalisti var sendur rafrænt til allra skólastjóra leikskóla (n=78) og grunnskóla (n=43) í Reykjavík og til allra skólameistara (n=14) á höfuðborgarsvæðinu í janúar 2016. Svarhlutfall var 68%, eða 92 af þeim 135 sem svöruðu, en allmargir slepptu mörgum spurningum, m.a. bakgrunnsspurningum. Fimmtíu og níu þátttakendur svöruðu til um kyn. Af þeim voru 14 karlar og 45 konur. Fram kom mikill áhugi eða ákall mikils meirihluta skólastjóranna sem svara (86%) um aukna kynjajafnréttisfræðslu inn í skólana, fyrir nemendur, kennara og stjórnendur. Rúmlega helmingur skólastjóranna aðhyllist almennt það sjónarmið að það sé munur á kynjunum sem námsmönnum. Flestir telja muninn menningarbundinn en minni hópur (12%) telur að um eðlismun sé að ræða. Niðurstöðurnar sýna að tekið er á jafnréttismálum á ýmsan hátt í skólunum, að mati skólastjóra, bæði meðal nemenda og kennara. Flestir skólastjóranna nefna að algengast sé að fjalla um jafnréttismál í lífsleiknikennslu og samfélagsgreinum en einnig í samverustundum og daglegu samtali við nemendur. Af svörum skólastjóranna verður þó lítið ráðið um það hvert umfang þessara aðgerða er eða hversu markvissar þær eru enda telja þeir sjálfir að margt megi bæta á þessu sviði. Höfundar telja að þótt þekking skólastjóra á kynjafræðilegum grunnhugtökum sé að sumu leyti góð, þá sé ástæða til að óttast að hún sé ekki nægjanleg til að hreyfa við staðalmyndum kynjanna. Hverjar sem ástæðurnar eru er ljóst að skólastjórar á öllum skólastigum eru mjög áhugasamir um að fá fræðslu um kynjajafnrétti inn í skólana...


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða Lýsing
17.pdf 544.3Kb PDF Skoða/Opna Heildartexti

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta