#

Könnun meðal skólastjóra á innleiðingu og framkvæmd laga um grunnskóla

Skoða fulla færslu

Titill: Könnun meðal skólastjóra á innleiðingu og framkvæmd laga um grunnskólaKönnun meðal skólastjóra á innleiðingu og framkvæmd laga um grunnskóla
Höfundur: Hrefna Guðmundsdóttir
URI: http://hdl.handle.net/10802/1464
Útgefandi: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands
Útgáfa: 02.2010
Efnisorð: Grunnskólar; Skólastjórar; Lög; Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Athugasemdir: Unnið fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið.
Útdráttur: Í skýrslu þessari greinir frá niðurstöðum könnunar á innleiðingu og framkvæmd laga nr. 91/2008 um grunnskóla sem fór fram á tímabilinu 11. nóvember 2009 til 6. janúar 2010. Markmið könnunarinnar var að afla upplýsinga um hvernig grunnskólum gengur að innleiða ný lög um grunnskóla auk þess sem hún er hluti af eftirliti mennta- og menningarmálaráðuneytisins með skólastarfi.

Lögð var rík áhersla á að fá svör frá öllum grunnskólum og við innköllun svara var vísað til eftirlitsskyldu ráðuneytisins samkvæmt lögum nr. 91/2008 um grunnskóla og reglugerð nr. 658/2009 um mat og eftirlit í grunnskólum og upplýsingaskyldu sveitarstjórna um skólahald. Könnunin var rafræn og var spurningalisti sendur á netföng skólastjóra 174 grunnskóla miðvikudaginn 11. nóvember. Eftir tvær ítrekanir sem sendar voru á netföng skólastjóra 23. nóvember og 30. nóvember höfðu svör borist frá 131 skólastjóra grunnskóla. Þá tók við ítrekun þar sem hringt var í alla þá sem áttu eftir að svara. Í 14 tilvikum var netfang rangt og var spurningalistinn sendur aftur á þá einstaklinga mánudaginn 7. desember. Ítrekun í síma hélt áfram fram til 17. desember en þá áttu enn fimm skólastjórar eftir að svara. Þessir aðilar luku síðan við könnunina á tímabilinu 18. desember til 6. janúar. Að lokum náðust því svör frá öllum grunnskólunum sem könnunin var upphaflega send til.

Niðurstöður eru settar fram í töflum og texta. Í einstaka töflum er samanlagður fjöldi skóla sem svara ekki alltaf 174. Ástæðan fyrir því er annars vegar að í nokkrum tilvikum svöruðu einn til þrír skólastjórar ekki viðkomandi spurningu þótt þeir hafi átt að gera það. Hins vegar áttu sumar spurningar ekki við alla og þá er fjöldi skóla sem svarar í samræmi við það.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Skyrsla_grunnskolar_loka_01.03.10.pdf 265.3Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta