#

Lífríki í hverum í Vonarskarði

Skoða fulla færslu

Titill: Lífríki í hverum í VonarskarðiLífríki í hverum í Vonarskarði
Höfundur: Sólveig K. Pétursdóttir 1954 ; Snædís Björnsdóttir 1973 ; Sólveig Ólafsdóttir ; Guðmundur Óli Hreggviðsson 1954
URI: http://hdl.handle.net/10802/1449
Útgefandi: Matís
Útgáfa: 03.2009
Ritröð: Skýrsla Matís ; 09-09
Efnisorð: Jarðhitakerfi; Tegundasamsetning; Líffræðilegur fjölbreytileiki
ISSN: 1670-7192
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Útdráttur: Sýni voru tekin á jarðhitasvæðinu austan Eggju í Vonarskarði. Alls voru tekin 32 sýni úr
mismunandi hverum, lækjum og jarðvegi við mismunandi hitastig og sýrustig. Frumefni
voru mæld í nokkrum vatnssýnum. Tegundasamsetning baktería og fornbaktería var
ákvörðuð með sameindalíffræðilegum aðferðum. Alls voru greindar 1052 16S rRNA
genaraðir baktería sem dreifðust á 23 fylkingar.
Rúmlega 50 nýjar bakteríutegundir fundust í sýnunum, þar af 11 sem eru líklega fulltrúar
nýrra ættkvísla. Genaraðir úr fornbakteríum voru 155 talsins. Tíu nýjar
fornbakteríutegundir fundust, þar af fimm fulltrúar nýrra ættkvísla. Lífríki
jarðhitasvæðisins í heild verður því að teljast afar sérstakt.
Algengastar voru frumbjarga tegundir af fylkinginu Aquificae. Frumbjarga og ófrumbjarga
Proteobacteria tegundir fundust í umtalsverðu magni og var bæði um þekktar og nýjar
tegundir að ræða. Dæmigerðar tegundir blágrænna baktería og Chloroflexi fundust í
sýnunum. Firmicutes, Bacteroidetes og Chlorobi tegundir fundust einkum í sýnum sem
tekin voru við lægri hitastig. Fornbakteríur sem fundust í sýnunum dreifðust á tvo stærstu
hópa fornbaktería þ.e. Crenarcheota og Euryarchaeota. Líffræðilegur fjölbreytileiki
baktería og fornbaktería í sýnunum var oftast á bilinu Nt/Nmax= 1,0‐3,0 sem er dæmigert
fyrir jaðarvistkerfi. Í nokkrum tilvikum var hann hærri, einkum í sýnum þar sem hitastig var
tiltölulega lágt og því lífvænlegra fyrir fleiri tegundir.
Sjö bakteríutegundir voru ræktaðar úr sýnunum, þar af ein ný tegund af ættkvísl
Sediminibacter af fylkingu Bacteroidetes. Nokkrar Thermus tegundir voru ræktaðar, m.a.
T.islandicus sem er einlend á Íslandi. Proteobakteríurnar Thermomonas hydrothermalis og
Tepidimonas ignava voru einnig ræktaðar upp úr nokkrum sýnum og hitakæra Firmicutes
tegundin Anoxybacillus kualawohkensis.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Skyrsla_09-09.pdf 8.473Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta