Titill: | Sveppaeitur og MYCONET- verkefniðSveppaeitur og MYCONET- verkefnið |
Höfundur: | Ólafur Reykdal |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/1439 |
Útgefandi: | Matís |
Útgáfa: | 12.2008 |
Ritröð: | Skýrsla Matís ; 41-08 |
Efnisorð: | Sveppaeitur; Matvælaöryggi; MYCONET verkefnið |
ISSN: | 1670-7192 |
Tungumál: | Íslenska |
Tegund: | Skýrsla |
Útdráttur: | Sveppaeitur (mýkótoxín) eru fjölmörg efni sem geta myndast í sumum tegundum myglusveppa. Sveppaeitur geta haft margvísleg skaðleg áhrif á menn og dýr. Teknar voru saman allar fáanlegar upplýsingar um sveppaeitur í matvælum á íslenskum markaði. Rannsóknir skortir á myndun sveppaeiturs í íslensku umhverfi en líklegt er að sum efnin myndist ekki á akri hér á landi vegna lágs umhverfishita.
MYCONET verkefnið var evrópskt netverkefni um sveppaeitur í hveiti til matvæla- og fóðurframleiðslu. Unnið var að þróun kerfis til að leggja mat á nýframkomna hættu af völdum sveppaeiturs, einkum þeirra efna sem myndast í Fusarium sveppum. Sérstök könnun var gerð á þörfum eftirlitsaðila, fyrirtækja og bænda fyrir upplýsingar um sveppaeitur. Vísbendingar um áhættu af völdum sveppaeiturs voru kannaðar og þeim raðað eftir mikilvægi. Við þetta var beitt svokallaðri Delphi-aðferð. Ítarlegra upplýsinga var síðan aflað um mikilvægustu vísbendingarnar. Smíðað var módel til að spá fyrir um tilvist sveppaeiturs út frá vísbendingum um nýframkomna áhættu. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
Skyrsla_41-08.pdf | 142.2Kb |
Skoða/ |