#

Möguleikar á framleiðslu náttúrulegs dýrasvifs til notkunar á fyrstu stigum fiskeldis

Skoða fulla færslu

Titill: Möguleikar á framleiðslu náttúrulegs dýrasvifs til notkunar á fyrstu stigum fiskeldisMöguleikar á framleiðslu náttúrulegs dýrasvifs til notkunar á fyrstu stigum fiskeldis
Höfundur: Jónína Þ. Jóhannsdóttir ; Rannveig Björnsdóttir
URI: http://hdl.handle.net/10802/1433
Útgefandi: Matís
Útgáfa: 10.2008
Ritröð: Skýrsla Matís ; 29-08
Efnisorð: Dýrasvif; Krabbaflær; Fiskeldi; Framleiðsla
ISSN: 1670-7192
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Útdráttur: Heildarmarkmið verkefnisins er að gera úttekt á möguleikum framleiðslu náttúrulegs dýrasvifs til notkunar á fyrstu stigum fiskeldis á Íslandi.
Gæði og framboð lirfa er eitt helsta vandamálið í fiskeldi í dag. Lirfur flestra sjávarfiska þurfa lifandi bráð þegar forðanæring kviðpokans er uppurin og er þá framboð lifandi fóðurdýra nauðsynlegt þar til lirfur fara að taka til sín þurrfóður. Innlendar eldisstöðvar hafa fyrst og fremst notað hjóldýr og artemíu sem kaupa þarf erlendis frá og rækta í stöðvunum. Nokkuð skortir á rétta samsetningu næringarefna í þessum fóðurdýrum í samanburði við dýrasvif sem er náttúruleg fæða lirfa sjávarfiska og sýna rannsóknir að notkun dýrasvifs gefur aukna afkomu og bættan vöxt lirfa. Framboð náttúrulegs dýrasvifs er árstíðabundið en ræktun ýmissa tegunda hefur verið reynd á nokkrum stöðum í heiminum með góðum árangri. Benda niðurstöður rannsókna til þess að mögulegt sé að rækta ýmsar tegundir krabbaflóa í nægilega miklu magni til framleiðslu fyrir seiðaeldisstöðvar.
Margar tegundir svifdýra er að finna í lífríki sjávar við landið sem hentað gætu til eldis sjávarfiska og má þar sem dæmi nefna rauðátu, A. longiremis og Oithona spp. Fyrirhugað er að sækja um rannsóknastyrk til sjóðsins um uppsetningu á aðstöðu og tilraunir með ræktun valinna tegunda(r) dýrasvifs.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Skyrsla_29-08.pdf 258.0Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta